Er þingmeirihluti í landinu ?

Það virðist vera að koma betur og betur í ljós að ákvörðun Jóhönnu um að reka Jón Bjarnason úr ríkisstjórn og um leið Árna Pál til að réttlæta brottrekstur Jóns er að koma í bakið á henni núna.

Hvorugur þeirra styður stjórnarráðsfrumvarp hennar - og einnig hefur Jón sagst ekki ætla að styjða fiskveiðistjórnarunarfrumvörp Steingríms J.

En við vitum að FramsóknarKratinn styður vinstri stjórnina - Margrét Tryggvadóttir Hreyfingarþingmaður sagði í Silfrínu  um helgina þau styddu heldur ekki fiskveiðistjórnunarfrumvörp Steinrgríms og ríkisstjórnin gæti ekki reitt sig á stuðings sinn ef að vantrausti kæmi fram.

Það er borðleggjandi að vantraust verður lagt fram fyrir lok vorþings og það komi í ljós hverjir styðja í raun og veru verklausu og vanhæfu vinstri stjórnina.


mbl.is Ríkisstjórnin fundar á Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er stóra spurningin Óðinn og það er ekki laust við að það hvarli að manni hvort það eigi núna að ljúga Austfirðinga fulla í loforðum um eitthvað sem verður svo ekki, eins og vinnudrauma tildæmis sem verða svo tálsýn ein þegar upp er staðið..

Það er búið að leika þennan leik við Vestfirðinga sem og Suðurnesjabúa og vonandi eru Austfirðingar meðvitaðir um það...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.5.2012 kl. 18:56

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ég man þegar þau mættu hér á Suðurnesin og héldu fundinn í víkingskipinu og lofuðu öllu fögru. Ekkert hefur staðist. Bara lygar og ómerkilegheit til þess eins að halda í stólana. Lofa ykkur því, að nú verður Austfirðingum lofað Norðfjarðargöngum, einu sinni enn, og ég trúi því ekki að Austfirðingar láti draga sig á þeirri tálsýn, þegar liggur fyrir að það á að svíkja þá vegna Vaðlaheiðarganganna.

Sigurður Kristján Hjaltested, 7.5.2012 kl. 19:05

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Austfirðingar munu ekki falla fyrir fagurgalanum.

Þar hafa kratar aldrei átt upp á pallborðið og þótt meirihluti kjósenda þar um slóðir sé vinstri sinnaður er formaður VG búinn að eyðileggja fylgispektina við ríkisstjórnina.

Enda ekki við öðru að búast; formaðurinn er "norðanmaður"...

Kolbrún Hilmars, 7.5.2012 kl. 19:44

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingibjörg Guðrún - þingflokkur Framsóknar hefur fundað um að bera fram vantraust - 2 lykilmál ríkisstórnarinnar - og allt bendir til þess að sé í höndum Hreyf. hvort hún leyfi þjóðinni að ganga til kosninga á þessu ári.

Óðinn Þórisson, 7.5.2012 kl. 21:18

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Kristján - Katrín Júl. lofaði þingeyingum stórfelldri atvinnuuppbyggingu fyrri einu og hálfu ári - ekkert hefur staðist sem hún lofaði.
Ef ríkisstjórnin lofar Austfiðingum einhverju geta þeir verið nokkuð vissir um að ekki verður staðið við það.
Heimsókn ríkisstjórnarinnar á Suðurnesin var bara blekkingarleikur og aldrei vilji til að gera nokkurn skapaðan hlut.

Óðinn Þórisson, 7.5.2012 kl. 21:23

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kolbrún - svikalisti ríkistjórnarinnar er orðinn svo langur að Ausfirðingar munu fara varlega í að trúa nokkru sem kemur frá þeim - þó svo SJS&JS skrifi undir eitthvað enda þeirra undirskift einsks virði.

VG getur ekki farið í kosningar og verða því að halda í stólana eins lengi og þeir geta - stefna og hugsjónir algert aukaatriði - þeir vita að ekkert blasir við flokknum annað en fylgishrun í næstu kosnignum

Óðinn Þórisson, 7.5.2012 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 70
  • Sl. sólarhring: 142
  • Sl. viku: 633
  • Frá upphafi: 870658

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 435
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband