Hr. Ólafur Ragnar gerir ekki sömu mistök tvisvar

Breytingar á veiðigjaldi er skattamál og þvi á það ekki að fara í þjóðaratkvæðagreilsu.

Það er eðlilegt að Hr. Ólafi Ragnar að taki á móti þesssum undirsktiftum úr höndum þessara 2 einsaklinga( veit ekki hvar í flokki þessar einstaklingar eru en ólíklegt verður að teljast að þeiru séu í x-d eða x-b ) en við búum í fulltrúalýðræði og það sklur Hr. Ólafur Ragnar í dag og hann mun skrifa undir.

Ólafur mun ekki brenna sig aftur eins og hann gerði með synjun á fjölmiðalögunum.


mbl.is Ólafur tók við undirskriftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Núna mun kona í ljós hvort Ólafur Ragnar er alvöru forseti og vísi þessu máli til þjóðarinnar eða hvort hann er strengjabrúða auðmanan eins og ríkisstjórnin klárlega er.

Veiðigjaldið er ekki skattur heldur leiga fyrir afnot af auðlind. Þetta er ekki skattur frekar en í þeim tilfellum sem aðilar leigja húsnæði eða jarðir af ríkinu. Þetta er gjald fyrir notkun á verðmætum.

Skoðanakannanir sýna að 70% kosningabærra manan eru á móti þessum lögum. Það eru því fá ef nokkur dæmi um meiri "gjá milli þings og þjóðar" frá þeim tíma sem Ólafur lét þau orð fyrst falla en er í þessu máli. Og þegar við bætis að hér er um gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir almenning að ræða þar sem þetta snýst um það hvort þjóðin eða kvótahafar eigi að fá arðin af fiskveiðiauðlindinni þá væri forsetinn fullkolmlega í amdstöðu við fyrri yfirlýsingar er hann undirritar þessi lög í stað þess að vísa þeim til þjóðarinnar.

Og svo var það fullkomlega eðlilegt af Ólafi að neita að undirrita fjölmiðlalögin. Það voru hins vegar óeðlileg vinnubrögð hjá stjórnvöldum á þeim tíma að draga lögin til baka í stað þess að fara út í þjóðaratkvæðagreiðsluna.

Sigurður M Grétarsson, 6.7.2013 kl. 17:06

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - við getum verið sammála nú eins og áður að vera ósammála.
Það sem skiptir máli er að veiðileyfagjaldið er skattamál hverrar ríkisstjórnar.
Eins og ég hef farið yfir hér á blogginu og ítreka hér aftur er að það var uppgjör 27 apríl - huti af þvi var að skattaPólitk rauðu ríkisstjórnarinnar var hafnað.
ESB - Iceave - eru mál sem eiga að fara í þjóðaratkvæðagreilsu og hefði verið eðlilegt að SJS ábyrgðamaður Svavarsamningsins hefði sagt af sér eftir að 98 % þjóðarinnar höfnuðu hans vinnubrögðum - en það skipit ekki máli núna.
Það sem skipit máli er að forsetinn geri greinarmun á skattaPólitík og málum þar sem fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar er í húfi.
Það liggur fyrir að það voru mistök hjá ÓRG að synja fjölmiðlalögunum enda hefði næsta ríkisstjón einfaldlega geta breytt þeim.

Óðinn Þórisson, 6.7.2013 kl. 17:53

3 Smámynd: Óskar

Veiðigjaldið er að sjálfsögðu ekki skattamál í hefðbundnum skilningi.  Þetta er algjört prinsipp mál um hvort og hve mikinn arð þjóðin á að fá af þessari auðlind sinni.  Þar að auki er þarna stór gjá á milli þjóðar og stjórnarinnar því um 70-80% þjóðarinnar vilja óbreytt eða hærra veiðigjald samkvæmt könnunum.

Það verður einfaldlega allt vitlaust ef forsetinn ætlar að kóa með líú mafínunni eins og ríkisstjórnin, það liggur við að maður voni það stjórnarinnar vegna að hann vísi þessu til þjóðarinnar, annars held ég að stjórnin fái ekki meiri þolinmæði frá þjóðinni enda staðið sig með afbrigðum ömurlega þessar fáu vikur sem hún hefur verið við líði.

Óskar, 6.7.2013 kl. 23:27

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - þetta er skattur sem útgerðin greiðir fyrir notkun á auðlyndinni.

Vegna fyrrv. ríkisstjórnar hefur verið algjör óvissa um sjávarútveginn sem hefur leytt til þess að ávkeðið stopp hefur verið í framþróun í greyninni.

Guðmundur í Brim kom með togara til landsins eftir að ný ríkisstjórn tók við með von um að útgerðin fengi sanngjarna meðferð hjá henni.

Hversvegna fór Samfylkingin ekki strax í það að opna stóru kaflana um sjávarútveg&landbúnað
í aðildarviðræðum íslands við esb ?

Það kæmi mér verulega á óvart ef ÓRG fer gegn meirihluta alþingis í skattamáli - það var stefna bæði x-d og x-b að vinda ofan af skattpíningartefnu vinstri - stjórnarinnar - um þetta var m.a kosið 27 apríl

"líú mafínunni"
stór orð en segir meira um þig en LÍÚ þar sem vinnur bara gott fólk sem á sínar fjölsk.

Óðinn Þórisson, 7.7.2013 kl. 10:53

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Óðinn. Ef þú tekur á leigu hús sem ríkissjóður á og greiðir þá húsaleiguna til ríksins, telur þú þá að húsaleigan sem þú greiðir sé skattur af því að þú greiðir hana til ríkisins? Á þá ekki það sama við um sveitafélögin? Eru þá ekki þeir sem búa í félagslegum íbúðum sveitafélaganna að greiða skatt þegar þeir greiða leigu fyrir íbúðir sínar.

Ef ríkið ætti laxveiðiá eða stöðuvatn með veiði væri það þá skattur þegar menn væru að greiða fyrir eiðileyfi þar? Ef ekki, hver er þá munurinn á því að greiða fyrir veiðileyfi í á eða vatni samanborið við að greiða fyrir veiðileyfi í sjó?

Þingkosningar eru ekki um tiltekin mál og því er ekki hægt að vísa til þingkosninga þegar flokkar með þingmeirihluta ganga gegn vilja 70% þjóðarinnar. Við slíkar aðstæður er það einmitt eitt af hlutverkum forseta að vera öryggisventill og því eðlileg krafa til hans að vísa málinu til þjóðarinnar.

Og varðandi ESB. Spurningin um ESB aðild eða ekki snýst ekki um fullveldi enda eru öll ESB ríki fullvalda ríki þó þau eigi í ákveðnu samstarfi þar sem þau skuldbinda sig gagnvar hvert öðru. Það að ganga í hjónaband er skudlbinding tveggja aðila við hvorn annan. Er fólk þá að afsala sér sjálfræði með því að ganga í hjónaband?

Það eru tvær ástæður fyrir því að ekki er búið að opna kaflan um sjávarútvegsmál í viðræðum við ESB og hvorug þeirra hefur með hræðslu íslenskra stjórnvalda við þann kafla að gera. Annars vegar er staðan sú að ESB er að breyta sinni sjávarútvegsstefnu og því er ESB ekki tilbúið með sín samningsmarkmið í því máli og hins vegar er það venja ESB að semja síðat um þau mál sem eru mikilvægust fyrir umsóknarríki. Ástæða er sú að það er helst þar sem ESB ríkin eru tilbúin til að breyta reglum fyrir umsóknarríki enda hafa þau gert það í mikilvægustu köflunum fyrir öll ríki sem gengið hafa í ESB. Þau vilja hins vegar ekki vera að gefa fordæmi fyrir slíku ef samningar stranda síðan á einhverjum öðrum málaflokki. Þess vegna vilja þau fá það á hreint áður en farið er í kaflana þar sem þau eru tilbúin að gefa eftir að samningaviðræður strandi örugglega ekki á neinu öðru og því vilja þau klára þá kafla fyrst.

Sigurður M Grétarsson, 7.7.2013 kl. 11:39

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - það verður ekki hægt að saka þig um að snúa ekki umræðunni á hvolf - en allt í lagi.
Þetta eru ekki sambærileg mál sem þú nefnir og það veist þú sjállur.

Það sem skiptir máli er að sjávarútvegurinn var í algjöri uppnámi síðustu 4 ár vegna þess að það vssi enginn hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera - þjóðnýta heyrðist.

Rangt fyrir lítið land eins og ísland er ESB bæði fullveldis og sjálfstæðisspurning - og í framtíðinni er stefnan það þetta verði eitt ríki - sambandsríki evrópu - og Merkel hefur sagt að hún vilji að fjármálafrumvörp aðildarríka verði samþykkt í Brux.

Ekkert land hefur tekið lengri tíma í ísland í þessum aðildarviðræðum - ekkert hefur gerst jú 11 köflum hefur verið lokað - um hvað var samið - ekki neitt.

Mistök sf - í upphafi var að segja NEI við að þjóðin myndi ákveða hvort farið yrði af - stað - ef sú atkvæðagreisla hefði verið haldin strax 2009 þá er það klárt mál að þjóðin hefði sagt JÁ vegna þess að þjóðin var nýbúin að lenda í alþjóðlega fjármálahruninu.

Svo er það annað mál JB vann aldrei samkv. stjórnarsáttmála varðandi ESB og var það hreinn og klár aumingjasakpur hjá þínum flokk að taka ekki á því strax og hvað þá að bíða þar nú að bera fram þessa tillögu um að þjóðin komi að esb - málinu - hversvegna gerði hann það ekki meðan hann var í stjórn - uppgjörið um ESB - maíð milli ríkisstjórnarflokkana hefði átt að fara fram í síðasta lagi á vordögum 2012 þegar ljóst að málið var búið.

Óðinn Þórisson, 7.7.2013 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband