Á Sjálfstæðisflokkurinn að sniðganga Rúv ?

Það er spurning hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi í raun eitthvað að gera að tala við Rúv sem margir vilja meina að sé fullvinstri - sinnað.

Það hefur komið skýrt hér fram hjá mér að það sé bara tveir valkostir í stöðunni varðandi Rúv selja það eða leggja stofnuina niður ef enginn vill kaupa.

Ef formaður flokksins eða aðrir fulltrúar flokksins vilja koma í viðtöl þar sem þarf koma stefnu flokksins skýrt til skila er til slík stöð.

Við höfum einnig 365 og Morgunblaðið.


mbl.is Repúblikanar sniðganga CNN og NBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Rúv á að nýta peninginn betur sem kemur inn.

Rúv á að sérhæfa sig í innlendum & erlendum heimildarmyndum sem gætu þroskað þjóðina inn í framtíðina=Rúv á að vera að leysa lífsgátuna hverja einustu mínutu.

Það geta aðrir sýnt ameríska glæpahneygð og innihaldslaust íþróttasprikl.

Jón Þórhallsson, 17.8.2013 kl. 12:46

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það eru bara breyttir tímar, síðan RÚV var stofnað og þá var aðalmálið þetta "öryggishlutverk", sem stofnunin hafði gagnvart landsmönnum.  Í gegnum tíðina og þá á fyrri hluta síðustu aldar sinnti RÚV þessu öryggishlutverki sínu ágætlega og stundum af stkri prýði.  En þegar fór að líða á skipti þetta minna og minna máli hjá stofnuninni og keyrði alveg um þverbak í Suðurlandsskjálftanum 17 júní árið 2000.  En þá var RÚV með beina útsendingu frá annaðhvort HM í knattspyrnu eða EM (man ekki hvort var) og sáu ekki nokkra ástæðu til að rjúfa útsendingu og tilkinna um atburðina.  Svo hefur það bæst við núna seinni árin að fréttastofa RÚV er orðin MJÖG pólitísk.  ÉG GET EKKI MEÐ NOKKRU MÓTI SÉÐ AÐ ÞAÐ SÉ NEINU FÓRNAÐ ÞÓTT RÚV YRÐI EINKAVÆTT.................

Jóhann Elíasson, 17.8.2013 kl. 13:26

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón - það er kannski hægt að réttæta rás 1 með eitthvað öryggissjónarmið að leiðarljósi - ekkert annað.

Netmiðlar hafa tekið við og spurning hvort t.d fréttatíminn í sjónvarpinu skipti einhverju máli lengur.

Rúv er á samkeppnismarkaði og ég vil ekki borga 18 þús á ári til Rúv.

Óðinn Þórisson, 17.8.2013 kl. 13:29

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - það er mjög gott að þú kemur inn á hvað rúv gerði þ.e gerði ekkert vegna fótboltaleiks þegar suðurlandsskjalftinn varð.
Það vilja margir meina að þar hafi rúv gjörsamlega brugðist þessu öryggishlutverki sínu en Stöð 2 stóð vaktina.
Það þarf ekki annað en minnast á t.d spegilinn og svokallaða " álitsgjafa " rúv.

Auðvitað á að einkavæða rúv og eins og ég segi ef enginn vill kaupa þá liggur fyrir hvað á að gera.

Óðinn Þórisson, 17.8.2013 kl. 13:35

5 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Óðinn,

Þetta hlýtur að vera ekk-frétt ársins!  Sú hugmynd að Repúblikanar myndu nota eða horfa á CNN eða NBC er hreinlega fjarlæg hér í Bandaríkjunum og ég held að það dytti ekki nokkrum einasta manni í hug að þetta væri einhvernvegin öðruvísi.  Hér er flokksstjórn Repúblikanaflokksins að auglýsa að þeir hafi komist að því að 2 + 2 séu 4 og hafi samþykkt að framvegis muni Repúblikanar nota þessa formúlu.  

Að bera saman RÚV og CNN/NBC er út í hött þar sem þessar stöðvar eru einkareknar.  PBS er eina "ríkis-rekna" útvarps og sjónvarpsstöðin hér í Bandaríkjunum, en hún fær stóran hluta tekna sinna frá frjálsum framlögum.   Það væri því nær að bera þessar stöðvar saman, en PBS sýnir ekki auglýsingar og því hefur hvorugur flokkurinn hér neinn áhuga á henni.

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 17.8.2013 kl. 15:24

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Arnór - verð að viðurkenna að þekki því miður lítið til PBS. Það þarf að gera breytingar á rekstri Rúv og það vita það allir sem vilja vita að Rúv verður ekki rekin áfram í núverandi mynd.

Takk fyrir málefnalegt og gott innleggg í umræðuna

Óðinn Þórisson, 18.8.2013 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 408
  • Frá upphafi: 871933

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 284
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband