Afstaða landsfundar og Bjarna formanns skýr varðandi ESB.

„Við viljum ekkert í Evrópu­sambandið“

"Við Sjálfstæðismenn teljum hagsmunum okkar best borgið utan ESB."

Bjarni Benedkitsson í setningarræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 21.feb.2013

Það verður að teljast ólíklegt að ríkisstjórnarflokkarnir geri Samfylkingunn einhvern greiða og styðji tillögu fyrrv. utanríkisráðherra.

mbl.is Forsætisráðherra rýrir orðspor Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Stefnuskrá sjálfstæðisflokksins 2013:

þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðargreiðslu á kjörtímabilinu.

Jón Kristján Þorvarðarson, 17.8.2013 kl. 10:35

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Tja, reyndar er orðalagið í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins 2013 svohljóðandi:

 "Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið. Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu."

http://www.xd.is/media/landsfundur-2013fl/utanrikisnefnd_loka.pdf

Hvergi er minnzt á þjóðaratkvæði á kjörtímabilinu heldur slík atkvæðagreiðsla aðeins sett sem skilyrði fyrir því ef tekin yrði ákvörðun um að halda aðildarferlinu áfram. Þess utan er stefnan einfaldlega sú að ferlinu skuli hætt enda Sjálfstæðisflokkurinn sem fyrr andvígur inngöngu í Evrópusambandið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.8.2013 kl. 11:33

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - þetta er samsteypustjórn og hvorugur flokkurinn vill að ísland verði aðili að esb þannig að pólitískur vilji er lítill sem enginn.

Óðinn Þórisson, 17.8.2013 kl. 12:21

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hjörtur - BB lagði línuna í setningaræðunni á landsfundi.

Landsfundarályktunin flokksins um esb er mjög skýr  eins og kemur fram í þinni ath.semd og eins og kemur fram í stjórnarsáttmálanum þá kemur hvergi fram að þjóðaratkvæðagreisla verði á kjörtímabilinu um framhald aðildarviðræðnanna.

Óðinn Þórisson, 17.8.2013 kl. 12:26

5 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Mínir ágætu herrar, stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins var dreift á heimili landsmanna og gerð aðgengileg á Netinu. Menn kynna sér stefnuskrá flokkanna og greiða væntanlega því stjórnmálaafli atkvæði sem kynnir áhugaverðustu stefnuna.

Og það gefur auga leið að stefnuskrá flokka hefur pólitískt vægi í allri umræðu.

Jón Kristján Þorvarðarson, 17.8.2013 kl. 17:40

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - BB sagði að kosið yrði um framhald á þessu kjörtímabili en þetta er samsteypustjórn og þú færð ekki allt sem þú vilt.

Óðinn Þórisson, 18.8.2013 kl. 22:20

7 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Æ, æ, færð ekki allt sem þú vilt. Heyrði ég grátur og gnístran tanna?

Jón Kristján Þorvarðarson, 19.8.2013 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 791
  • Frá upphafi: 871204

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 563
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband