Samstaða Íslensku Þjóðarinnar

Það er svo margt jákvætt framundan, þjóðin kaus á síðasta ári og við tók ný ríkisstjórn millistéttarinnar sem hófst strax við að leysa skuldavanda heimilanna og er með réllæti að leiðarljósi.

Framundan eru stór verkefni t.d ný náttrúruverndarlög, breyta rammaátælun og hefja vinnu við breytingar á stjórnarskránni.

Það er mín von að breið sátt náist meðal þjóðar og þings í þessum stóru málum.


mbl.is Ólafur hvetur til samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek algjörlega undir þetta með þér Óðinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2014 kl. 14:09

2 Smámynd: corvus corax

"...ríkisstjórn millistéttarinnar sem hófst strax við að leysa skuldavanda heimilanna og er með réllæti að leiðarljósi..." Annað hvort ertu ótrúlega góður húmoristi, fullur eða vitlaus, nema hvorttvegga sé. Ríkisstjórn byrjaði á algjöru forgangsverkefni sínu sem var að færa sægreifunum milljarða að gjöf. Svo var ráðist í það bráðnauðsynlega verkefni að lækka skatta á ríka fólkið. Og 300 milljarða loforðið um niðurfærslu skulda heimilanna er komið niður í 80 milljarða sem skuldararnir mega bara borga sjálfir með eigin séreigna lífeyrissparnaði. Þannig að þessi ríkisstjórn auðmanna en ekki millistéttar mun ekki leggja neitt af mörkum til að leysa skuldavanda heimilanna. Þar sem bloggari er yfirlýstur sjálfstæðismaður kýs ég að líta á bloggfærsluna sem trúarjátningu en ekki pólitíska hugleiðingu. Öfgatrúin er sterk og flytur auðveldlega fjöll...

corvus corax, 1.1.2014 kl. 14:27

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hver er þessi Óli?

Guðmundur Pétursson, 1.1.2014 kl. 14:49

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þegar talað er um samstöðu hegg ég eftir tvennu. Ólafur talar réttilega um að þegar þingheimur hefur sameinast um eitthvað hefur það skilað mestu. Í annan stað ,þegar maður les blogg mismunandi pólitískt þenkjandi manna um þessa áramótaræðu fær maður sitt hvert álitið. Niðurstaða: Er ekki kominn tími á að draga úr flokkspólitíkinni og afnema þingbundnar ríkistjórnir. Og láta málefnin ráða á þinginu í stað pólitískra hrossakaupa?

Jósef Smári Ásmundsson, 1.1.2014 kl. 15:50

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur - takk fyrir innlitið :)

Óðinn Þórisson, 1.1.2014 kl. 16:07

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

corvus corax - ríkisstjórnin byrjaði í því að bjarga því að yrði innheimta veiðgjald hér næsta árið. Þau lög sem ríkisstjórnin setti á haustþingi eru bara til eins árs.

Ríkistjórnin hækkaði um 4 milljarða framlög til LSH og hækkaði fjármagn til þróunaraðstoðar.

Strikaði út náttúruminjasafn 80 milljónir á ári í 15 ár og frysti hús íslenskra fræða 5.milljarða gæluverkefni fyrrv. ríkisstjórnar.

Þér er frjálst að líta á þessa bloggfærslu nákvæmlega eins og þú vilt.

Óðinn Þórisson, 1.1.2014 kl. 16:13

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - góð spuring :)

Óðinn Þórisson, 1.1.2014 kl. 16:15

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóesf - þetta er það kerfi sem við erum með í dag. Því miður ákvað fyrrv. ríkisstjórn að síðasta kjörtímabil yrði kjörtímabil átaka og þeir fengu það sem þeir báðú um.

Það má svo spyrja hvort þingmenn eigi að fá að vera á alþingi í rúm 30 ár eins og var með JS og nú SJS - staðnað fólk í gömlum pólisíkum átökum ísland úr nató.

Óðinn Þórisson, 1.1.2014 kl. 16:18

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ólafur Ragnar forseti, og Agnes biskup, tala um sátt og samstöðu.

Það mun aldrei nokkur ríkisstjórn, né biskup, ná sátt né samstöðu um það óásættanlega. Sem er að á fámenna og náttúruauðlindarlíka Íslandi, sé fólki úthýst, og það svelt, til að bjarga því, sem sumir kalla "hallalaust þjóðarbú", (á Tortólaeyjum skattfrelsis-útvaldrar elítu).

Meira að segja Bessastaða-Óli mundi eftir að minna á, (þó með lítilli áherslu), að það væri ekki gott að þurfa að minna á það aftur, að fátækt á Íslandi er þjóðarskömm. Gott hjá honum að muna eftir þessu, þó ekkert framboð sé í aðsigi hjá honum né Bresku frúnni hans.

Þeirra baktjalda-manna er þjóðarskömmin, sem stjórna skömminni með hótunum, sérhagsmunagæslu og kúgunum.

Það er tímabært að láta sannleikann og staðreyndir ráða för! Bæði í orðum og gjörðum. Þeir sem ekki þora að opinbera sannleikann, vegna hótana og baktjalda-felli-bellibrögðum, ættu að stofna með sér samtök, um að upplýsa opinberlega og í sameiningu, skammarlegar hótanirnar, og samtímis eigin veikleika. (allir hafa veikleika og breiskleika, sem mafían gerir út á).

Það verður að upplýsa hverjir hóta og stjórna bak við tjöldin, ef eitthvað á að breytast á Íslandi, og í heims-samfélaginu öllu.

Edvard Snowden er byrjaður, og nú er það annarra að fylgja í hans löngu tímabæra sannleiks-kjölfar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.1.2014 kl. 16:50

10 Smámynd: rhansen

Algjörlega sammála þer Óðinn og gleðilegt ár 2014 til þin og okkar allra ...

rhansen, 1.1.2014 kl. 16:51

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna Sigríður - það er jákvætt að forseti og biskup tali með þessum hætti um sátt og samstöðu.
Það verður aldrei þannig að allir verði sáttir um allt - það er einhver daumaheimur sem verður aldrei að veruleika.

Er einhver boðberi sanneikans - þá er það orðið trúarspurning en ekki á mínu mati pólitík.

T.d SJS talar enn um að Svavarsamgurinn hefði verið góður - 98 % voru&eru honum ósammála.

BNA eru ekki mjög ánægðir með ES og telja margir þeirra að hann hafi rýrt öryggi þeirra.

Óðinn Þórisson, 1.1.2014 kl. 18:44

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

rhansen - takk fyrir innlitið og gleðilegt nýtt ár sem verður vonandi betra fyrir okkar almenning en siðustu 4 ár með skattastjórnina við völd.

Óðinn Þórisson, 1.1.2014 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 123
  • Sl. sólarhring: 434
  • Sl. viku: 1018
  • Frá upphafi: 871055

Annað

  • Innlit í dag: 90
  • Innlit sl. viku: 709
  • Gestir í dag: 89
  • IP-tölur í dag: 87

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband