5.11.2014 | 16:01
Skipulagsvaldið tekið af Reykjavíkurborg
Það er komin upp grafalvarleg staða, rauði meirihlutinn í reykjavík ætlar sér með góðu eða illu að loka Reykjavíkurflugvelli.
69 þús skrifuðu undir að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni, Jón Gnarr og Dagur B. virtust líta á undirskriftirnar sem salernispappír og núverandi meirihluti virðist horfa sömu augum á þær.
Það er alveg klárt mál að það þarf að taka skipulagsvaldið á vatnsmýrnarsvæðinu af Reykjavíkurborg.
Og enn einu sinni minni ég á að Reykjavíkurflugvöllur er öryggismál, samgöngumál og atvinnumál.
Þjóðin ákveði framtíð flugvallarins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 888609
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjörlega sammála !
rhansen, 5.11.2014 kl. 16:14
Já segðu Óðinn, þetta eru óskyljanleg vinnibrögð hjá Borgarstjóra. Af hverju vilji meirihlutans er hunsaður svona eða öryggismálum, samgöngu og atvinnumálum stefnt í óöryggi er ekki nokkur heilvita-maður tel ég að skilja...
Það er nauðsynlegt að taka skipulagsvaldið af Borgarstjóra er að verða flestum ljóst...
Skrýtin staða uppi segi ég bara...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.11.2014 kl. 17:17
Algjörlega sammála ykkur hér á undan. Taka skipulagsvaldið af Borgarstjóra hvað Vatnsmýrina varðar, og það fyrr en seinna.
Hjörtur Herbertsson, 5.11.2014 kl. 17:27
Þeir geta reynt þetta en það tefur málið að hámarki um þann tíma sem það tekur Hæstarétt að dæma lögin ógild (stjórnarskrár varin eignarréttur og þess háttar)
Ríkið getur gert eignarnám á hlut RVK þarna en það er spurning hvort það hefur efni á því.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 5.11.2014 kl. 17:38
Það getur nú ekki verið dýrt ef miðað er við verðmæti síðustu lóða sem hafa verið gefnar. 0 kr. á fm. er ókeypis og skiptir þá engu með hverju er margfaldað.
Frosti Heimisson, 5.11.2014 kl. 17:50
rhansen - samkvæmt skoðanakönnun 7 apríl 2013 styðja 80 % þjóðarinnar að flugvöllurinn verði áfram í vatnsmýrinni.
Óðinn Þórisson, 5.11.2014 kl. 18:03
Ingibjörg - þessi vinnubrögð er fullkomin vanvirðing fyrir lýðræðinu en eitthvað sem við eigum að fara að venjast þegar kemur að Samfylkingunni, icesave og esb.
Það er ekki annað hægt en að túlka þetta sem hreint hatur þessa fólks í garð flugvallarins.
Rétt það er skrýtin staða komin upp þegar 69 þús undirskriftir skipta engu máli og við völd í reykjavík er fólk sem hefur engan skyling á hlutverki flugvallarins.
Óðinn Þórisson, 5.11.2014 kl. 18:10
Hjörtur - og það verður að gerast mjög hratt ef ekki á illa að fara fyrir flugvellinum.
Óðinn Þórisson, 5.11.2014 kl. 18:11
Elfar - alþingi setur lögin í landinu ekki dómarar.
Ef þau lög sem eru sett á alþingi rétt skrifuð þá hefur hefur reykjavíkurborg engin tæki í höndunum til að bregðast við því að skipulagsvaldið verði tekið af þeim.
Óðinn Þórisson, 5.11.2014 kl. 18:13
Frosti - er þetta ekki bara lóðabrask milli reykjavíkurborgar og valsmanna ?
Það er sorglegt ef lítill þröngsýnn öfgahópur fær að slátra flugvellinum og um leið strika út stóran hluta af flugsögunni.
Óðinn Þórisson, 5.11.2014 kl. 18:17
Dómarar geta hinsvegar dæmt lög sem stríða á móti stjórnarskránni ógild, eins og það að hrófla við eignarrétti eða það að lög séu of sértæk.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 5.11.2014 kl. 18:50
Elfar - málið snýst um að það að lítill þröngsýn hópur ætlar að loka flugvellinum og þar sem hann er hluti af þjóðaröryggi þá tel ég óliklegt að dómarar dæmi lög sem koma í veg fyrir það ógild.
Það einfaldlega verður að stoppa þetta og það er hver að verða síðastur till þess.
Óðinn Þórisson, 5.11.2014 kl. 19:36
Sæll Óðinn og félagar
Það jaðrar sannarlega við sturlun að ætla að eyðileggja og loka Reykjavíkurflugvelli vegna lóðabrasks, en því miður nokkuð dæmigert fyrir ógnarvöld nokkra áhrifahópa sem virðast eiga sín eigin leiguþý og handbendi í öllu stjórnkerfinu hér á skerinu, rétt eins og blasir við hvert sem litið er.
Jónatan Karlsson, 5.11.2014 kl. 21:03
Jónatan - aðeins ógnarstjórn myndi detta það í hug að fara gegn klárlega meirihluta þjóðarinnar og loka flugvellinum.
Þetta sýnir líka algjört skilningsleys þessa fólks á annarsvegar á hlutverki flugvallarins og hinsvegar hlutverki reykjavíkur sem höfuðborgar.
Svo toppar þetta fólk delluna og aflegaleiðinguna með þvi að tala um að færa flugvöllinn þegar það ætlar í raun að loka honum og um leið skerða öryggi allra ef t.d kæmi til náttúruhamfara hér á stór reykjavíkursvæðinu.
Óðinn Þórisson, 5.11.2014 kl. 21:29
Skrítið hvað sumar undirskriftasafnanir eru "heilagar" en aðrar ekki. Hvernig var með þjóðaratkvæði um stjórnarskrá, það virðist hafa verið leikur einn að hundsa vilja meirihluta landsmanna þar. Undirskriftasöfnun um flugvöllinn, þar sem
Áðurnefnd skoðanakönnun, þar sem 69 þúsund skrifuðu undir að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni, hefur varla verið bundin við reykvíska kjósendur, sem eru um 87 þúsund. Hafi listinn verið opinn öllum landsmönnum þá er auðvitað ekki um neinn meirihlutavilja að ræða.
Annars verður gaman að sjá orðalagið á frumvarpinu, því hugtakið "skipulagsvald" er ekki til í skipulagslögum né neinum öðrum lagabálkum, enda óljóst hvort um slíkt vald sé að ræða hjá sveitarfélögum (lögin virðast frekar gera ráð fyrir skipulagsskyldu en skipulagsvaldi, en menn hafa rökstutt að í reynd veiti lögin sveitarfélögum vald til skipulagningar).
Samkvæmt lögum fer sveitarstjórnarstigið með skipulagsmál, og hafa auðvitað rétt til að skipuleggja að vild eigin eignarlönd. Hið opinbera getur tekið land eignarnámi, og eflaust getur Alþingi sett sérlög um ákveðin mikilvæg landsvæði. Hins vegar stórefast ég um að boðað frumvarp nái meirihlutafylgi á Alþingi.
Brynjólfur Þorvarðsson, 6.11.2014 kl. 06:16
Brynjólfur - 20 okt kosningin gekk hreinlega ekki upp þar sem spurningar voru ekki nógu vel orðaðar.
Aldrei hafa fleiri skrifað undir en skrifiuðu undir stuðning við flugvöllinn, og held að það séu fáir á landsbyggðinni sem vilja að reykjavíkurflugvöllur verði tekin af sér.
Það er talsvert síðan Höskuldur fór að tala um þetta, báðir borgarfulltrúar flugvallarvina eru lögfræingar, held að enginn í rauða meirihlutanaum hafi þá menntun þannig að það er örugglega búið að skirfa þessi lög.
Hverjir verða á móti þessu, jú Samfylkinign, Björt Framtíð og hluti VG, sé ekki SJS og ÖJ greiða atkvæði á móti þessu, svo vilaustir eru þeir ekki.
Óðinn Þórisson, 6.11.2014 kl. 07:14
Óðinn, það er nú oft þannig að manni finnst spurningar mættu vera orðaðar öðruvísi.
Svo virðist sem talsverður meirihluti landsmanna sé fylgjandi því að flugvöllurinn sé áfram í Vatnsmýrinni samkvæmt skoðanakönnunum, líka meðal Reykvíkinga. Spurning hvort niðurstaðan væri sú sama ef spurt væri um valkosti: "Hvort viltu frekar að flugvöllurinn sé áfram í Vatnsmýri eða að lögð sé háhraðalest til Keflavíkur" osfrv., ef halda ætti þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn finnst mér að það ætti einmitt að hafa spurningarnar þannig.
Brynjólfur Þorvarðsson, 6.11.2014 kl. 13:38
Eins og sakir standa styð ég að flugvöllurinn verði áfram. En ég held að það megi vel leggja niður þessa þriðju braut sem er aldrei notuð.
Skeggi Skaftason, 6.11.2014 kl. 15:38
Jafnvel Keflavíkurflugvöllur er að springa - að óbreyttu er ekkert pláss þar fyrir innanlandsflugið.
Kolbrún Hilmars, 6.11.2014 kl. 16:37
Brynjólfur - það hafa verið nefndar tölur varðandi lest til kef og miðað við að LSH er nánast að fara á hliðina þá eru engir peningar til þess að fara í þessa lestarframkvæmd.
Eru menn tilbúnir til að eyðileggja öskjuhliðina með einhverjum göngum þar í gegn, líka rétt að minna á fossvogskrijugarð.
Óðinn Þórisson, 6.11.2014 kl. 17:24
Skeggi - það var samkomulag gert um að ekkert yrði gert á hlíðarendasvæðinu þar til Rögnunefndin myndi ljúka störfum.
Svo er vel hægt að byggja í vatnsmýrinn en það á ekki að vera á kostnað þessar 3 atriða sem ég nefndi í færslunni.
Óðinn Þórisson, 6.11.2014 kl. 17:30
Kolbrún - rétt Kef - getur ekki tekið við innanlandsfluginu.
Óðinn Þórisson, 6.11.2014 kl. 17:33
Þessi litli þröngsýni hópur sem þú talar um nýtur meirihluta stuðnings borgarinnar þannig að það er fáránlegt að tala um hlutina á þennan hátt.
Svo talar þú um ógnarstjórn sem fer gegn meirihluta þjóðarinnar. Er þá ekki ógnarstjórn á alþingi núna fyrst hún nýtur aðeins 30% stuðnings? Þjóðaratkvæði með/móti EB var líka mál sem mikill meirihluti vildi sjá fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ógnarstjórnin þín sinnti því kalli ekki.
Pétur Kristinsson, 6.11.2014 kl. 21:01
Pétur - það sem er fáránlegt það er það sé einu sinni umræða um það að loka reykjavíkurflugvelli.
Því miður er það svo að sá 4 flokka bræðingur sem fer með stjórn borgarinnar skilur hvorki hlutverk reykjavíkur sem höfuðborgar eða hlutverk flugvallarins fyri hagsmuni allra landsmanna.
Hvorki HBK né RR styðja þessa töllögu sem ítiir enn meira undir þá skoðun mína að sósíal - demókratar eru búinir að ná of miklum völdum innan flokksins og það þarf að fella HBK á næsta landsfundi.
Óðinn Þórisson, 6.11.2014 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.