Svartur dagur fyrir Jóhönnustjórnina

Jóhanna sagði 2010 að ekki yrði gert meira fyrir skuldsett  heimili.

Nú þegar þessar tillögur hafa verið kynntar blasir við að þetta er svartur dagur fyrir Jóhönnustjórnina sem sló ekki skjaldborg um heimilin eins og hún sagðist ætla að gera.

Eftir rúmlega 4 ára aðför vinstri - manna að millistéttinni er uppriskan hafin.

Hrós til ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Bjarni: Hagur leigjenda mun batna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Þetta er vitlausasta efnahagsaðgerð Íslandssögunnar.  Að dæla 100 milljörðum úr ríkissjóði til hóps sem þarf varla á þessu að halda er svo glórulaust að maður á ekki orð yfir vitleysuna.  Þessum 100 milljörðum hefði að sjálfsögðu verið betur varið í að borga niður skuldir ríkissjóðs og lækka þar með vaxtakostnað ríkissjóðs og styrkja gengið. Þessi aðgerði er gjörsamlega galin.

Óskar, 10.11.2014 kl. 18:02

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - að skatta allt i drasl eins og fyrrv. ríkisstjórn reyndi að gera eykur aðeins fátækt.

Vissulega gráta vinstri - menn að núverandi ríkisstjórn er að bæta hag heimilanna og auka ráðstöfunartekjur þeirra.

Hafðu í huga að langfletir geta lækkað húsnæðislánin sín um 20 % með því að fá niðurfærslu og skattaafslátt.

Óðinn Þórisson, 10.11.2014 kl. 18:23

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Allar aðgerðir Jóhönnustjórnarinnar dragast frá þessari "Leiðréttingu". Takk Jóhanna.

Frádráttarliðir eru svo margir að heimsmetið er orðið í annari keppnisgrein: flóknum fjármálagjörningum.

Það stendur ekki einu sinni í lögunum um leiðréttinguna hversu mikil hún eigi að vera eða við hvað hún eigi að miðast. Svo er mismunandi eftir því hvort ráðherrarnir eru spurðir fyrir eða eftir hádegi hvort leiðréttingin miðast við vísitöluálag umfram 4%, eða 5,8%, eða 12 gráður á stjórnborða.

Einn hópur veit þó hversu mikið hann fær: Erfingjar þeirra sem létust á meðan þeir biðu. Þeir fá ekkert.

Fyrst átti leiðréttingin að liggja fyrir í sumar, svo í september-október, svo 1. nóvember og átti samt að koma fram strax á greiðsluseðlum í nóvember. Núna 10 dögum síðar hafa engar niðurstöður verið birtar og tugþúsundir umsókna enn ekki útreiknaðar. Það verður hvort sem er ekki hægt að samþykkja niðurstöðuna fyrr en í desember með nýju fínu rafrænu skilríkjunum frá bönkunum sem Árni Sigfússon hefur verið ráðinn til að hjálpa þeim að merkja okkur hina sauðina með.

Þeir sem skulduðu en skulda ekki lengur fá skattaafslátt í staðinn, en til að nýta hann almennilega þurfa þeir að hafa hærri laun en forsætisráðherra og fjármálaráðherra til samans. Annars fyrnist afslátturinn.

Þetta verkefni stefnir hraðbyri í eitt mesta stórslys íslenskrar stjórnmálasögu frá upphafi.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.11.2014 kl. 20:50

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - ég hef aldrei sakað Jóhönnu um að hafa staðið sig vel gagnvart skuldsettum heimilum meðan hún var forstætisráðherra.

"56 000 heimili styrkja bæði skulda- og eiginfjárstöðu sína, 2500 heimili færast frá því að eiga ekkert í húsnæði sínu í jákvæða eiginfjárstöðu og fólk á og undir miðjum aldri og tekjulægri njóta meirihluta heildarfjárhæðar aðgerðanna."
Bjarni Benediktsson

Þessar aðgerðir eru alltaf til góðs, en þær eru almennar og nýtast ekki öllum um það er ekki deilt.

Vinstri - menn eru að fara á taugum því ríkisstjórninni er að takast að uppfylla kosingaloforð sitt gagnvart skuldsettum heimilum.

Af öllum stjórnaranstöðuleiðtogunum sem tjáðu sig í fréttum um málið fannst mér ÁPÁ vera ósanngjarnastur enda kannski með verstu stöðuna að vera formaður flokks þar sem fyrrv. formaður sagði 2010 að ekki yrði gert meira fyrir skuldsett heimili.

Óðinn Þórisson, 10.11.2014 kl. 21:38

5 Smámynd: Kristinn Geir Briem

nú fyrst fer að reina á tryggva þór. þettað er orðin svo mikill frumskógur af björgunaraðgerðum sem þó mátti ekki kosta rikið mikið. sjáum til vonandi reiknaði hann rétt. þó pittirnir séu víða en um árna pál hvorki betri eða veri smeksatriði.

Kristinn Geir Briem, 10.11.2014 kl. 22:00

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kristinn - aðeins vinstri - menn vilja að þetta gangi ekki upp og reyna að horfa á þetta eins neikvæðum augum og hægt er og afvegaleiða umræðuna með hugtökum eins og ríkisstjórn ríka fólksins.

Ég átti von á meira frá ÁPÁ og að hann myndi reyna að færa Samfylkinguna aftur til uppruna síns sem jafnnarmannaflokks í stað þess að halda honum áfram kyrfilega til vinstri eins og Jóhanna skildi við hann.

Óðinn Þórisson, 10.11.2014 kl. 22:35

7 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Vinstri stjórnin klúðraði málunum og hægri stjórnin ældi yfir klúðrið.

Jón Páll Garðarsson, 11.11.2014 kl. 00:01

8 Smámynd: Óskar

Reyndar alveg stórkostulegt þegar Guðmundur segir þetta "Allar aðgerðir Jóhönnustjórnarinnar dragast frá þessari "Leiðréttingu". Takk Jóhanna."  Hann hefur nefnileg svo oft sagt að Jóhanna gerði ekki neitt fyrir heimilin!  Hún gerði ekkert en samt er allt sem hún gerði dregið frá.  Þetta er bara bráðfyndið!  ...annars er ég sammála Guðmundi aldrei þessu vant, þessi leiðrétting er klúður.  Að nota 100 milljarða í svona kjaftæði í stað þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs eða setja í ónýtt heilbrigðiskerfi er skandall.  Segi ég sem þó fékk 2 milljónir í leiðréttingu.  Þetta er samt klúður!

Óskar, 11.11.2014 kl. 01:33

9 Smámynd: Snorri Hansson

Þú skilar bara þessu "klúðri" aftur til Ríkissjóðs Óskar!

Snorri Hansson, 11.11.2014 kl. 02:42

10 Smámynd: Kristinn Geir Briem

no.6: vonandi geingur þetað vel . ápá á við þann vanda að stríða að hann var ekki í náðinni hjá vinstri arminum. gefum honum tóma.

no.8 hvernig færrðu 100.ma.kr til að setja í ethvað annað í besta falli 80.ma.kr.allnouð af því fer aftur í formi vaxta og kosnaðar til bankana aftur xem ég skil ekki ég fékk ekkert því ég skulda ekkert.sat að seigja fynst mér þessi útfærsla  viðunandi framar mínum björtustu vonum. en þetað er eingin leiðréttíng það gerir þessar 4.milljón þak. þó ég skilji rökfærluna 

Kristinn Geir Briem, 11.11.2014 kl. 08:50

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Páll - held að þú ætti ekki að nota orð tónlistarmannsins Svavars Knúts, þau er ekki boðleg og voru honum til skammar.

Óðinn Þórisson, 11.11.2014 kl. 17:28

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Snorri - ef það að Óskar geri það eða gefi peningana til LSH.

Óðinn Þórisson, 11.11.2014 kl. 17:29

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kristinn - það er ekki langt í næsta landsfund, DBE bíður á hlðarlínunni og ef ÁPÁ vill reyna að bjarga flokknum frá sósíalstum verður hann að fara að taka sig verulga á og breyta um áherslur.

Óðinn Þórisson, 11.11.2014 kl. 17:30

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óskar: það hlaut að koma að því að við yrðum sammála um eitthvað! :)

Guðmundur Ásgeirsson, 12.11.2014 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 320
  • Frá upphafi: 870015

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 225
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband