25.1.2015 | 12:38
Vinstri - flokkarnir vilja einfaldlega ekki virkja
"Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir Katrínu Júlíusdóttur, fv. iðnaðarráðherra, ekki skilja ferli rammaáætlunar"
Vinstri - flokkarnir vilja einfaldlega ekkert virkja, alveg sama hvort viðkomandi kostur er góður eða ekki.
Ég blæs á allt tal Samfylkingarinnar um náttúru og umhverfisvernd sem byggist fyrst og síðast á því að ekkert verði gert í virkjunarmálum.
Sagði Katrínu ekki skilja ferlið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 888608
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er vegna þess að vinstri flokkarnir hugsa aðeins lengra en út fyrir rassgati á sjálfum sér og núlifandi kynslóðum. Það er þegar búið að virkja alltof mikið á Íslandi. Þjóðin er beinlínis að borga með Kárahnjúkavirkjun og álverinu fyrir austan, rafmagnið er nánast gefins í mengandi stóriðju á kostnað þjóðarinnar. Þau "verkefni" sem Jón Gunnarsson talar um eru einmitt meiri mengandi stóriðja með láglaunastörfum. Allar vestrænar þjóðir eru að reyna að koma svona iðnaði í burtu enda tíðkanst hann aðallega í þriðja heiminum.
Óskar, 25.1.2015 kl. 12:54
"Það er vegna þess að vinstri flokkarnir hugsa aðeins lengra en út fyrir rassgati á sjálfum sér og núlifandi kynslóðum"
Þetta er nákvæmlega það sem ég var kalla eftir að forystumenn vinstri - flokkana segji að þeir séu á móti vikjunum og hætti að fela sig á bak við þeirra eigin rammaáætlun.
Um leið og minnst er á að skoða nokkra kosti þá farið þið gjörsamlega á taugum enda er það heilagt í ykkar huga að virkja ekki.
Óðinn Þórisson, 25.1.2015 kl. 13:12
Jarðýtustefna Sjálfstæðisflokksins í virkjunarmálum er á enda runninn. Það er búið að virkja alla auðveldu kostina, og þessi 40% af virkjunarhæfu afli í landinu þarf að virkja af skynsemi og gá að sér að eyðileggja ekki landsvæði sem við erum að selja ferðamönnum. Það er ekki hægt að eiga kökuna og éta þó sjálfstæðismenn haldi það.
Jón Ingi Cæsarsson, 25.1.2015 kl. 20:24
Jón Ingi - vinnubrögð fyrrv. ríkisstjórnar um rammaætlun hefur verið harðlega gagnrýnd af stjórnarþingmönnum og m.a vísað til bókar Össurar " Ár drekans "
Bjarni Ben. fór í ræðustól alþingis í síðustu viku og enn og aftur vakti athylgi á þessum vinnubrögðum.
Rammaáætun átti að vara sátt um nýtingu og vernd, fyrrv. ríkisstjórn eyðlagði það.
Vil enn og aftur minna á afhorð fyrrv. ríkisstjónarflokka 27 apríl 2013 og nú er nýr meirihluti á alþingi sem vill nýta auðlyndir landsins og koma okkur út þeirri stöðnun sem var hér á síðasta kjörtímabili.
Óðinn Þórisson, 25.1.2015 kl. 20:58
Það er alltaf jafnforvitnilegt að lesa pistla sjálfstæðismanna þar sem þeir reyna að réttlæta ruglið og bullið í stuttbuxnastrákunum. Á síðasta ári vorum við við það að ná 1000.000 ferðamanninum til landsins og þeir koma hingað flestir vegna þess að við eigum staði eins og Dettifoss og Gullfoss. Þessi grein er að skapa okkur mun meiri tekjur en stóriðja og virkjanir vegna þess hversu fá störf stóriðjan skapar og hversu dýr stofnkostnaður virkjana er miðað við líftíma. Túrisminn er að skapa okkur tekjur án þess að við þurfum að eyðileggja landið okkar með uppistöðulónum og skemmdum á helstu náttúruundrum þess.
Vegna þess að þið sjallar skiljið ekkert annað en skjótfenginn gróða er rétt að nefna líka að auðvelt er að gera aðgang þannig að þessum stöðum úr garði að menn borgi eitt gjald fyrir að skoða Gullfoss, annað fyrir Dettifoss og þannig skapast gróði fyrir ríkissjóð sem færi á fáum árum langt umfram þann gróða sem skapast vegna stóriðju sem fær sitt rafmagn nánast gefins. Meira að segja grænmetisbændur hérna þurfa að borga mun meira fyrir sitt rafmagn heldur en erlendir eigendur álvera. Hvaða rugl er það?
Ég er ekki bundinn neinum flokk en að less svona kómíska bloggpistla finnst mér skemmtilegt oftast nær en þú gekkst fram af mér í að verja svona augljósa vitleysu í þetta skiptið.
Pétur Kristinsson, 25.1.2015 kl. 21:17
Pétur - það skilar okkur engu í þessari umræðu um að tala eins og þú gerir " stuttbuxnastrákar " og " sjallar "
Vinstri - menn hafa reynt að eigna sér náttúrvend en þá eru þeir í raun að tala um að ekki megi gera eitt eða neitt í virkjunarmálum.
Ferðamannaiðnaðurinn er vissulega vaxandi atvinnugrein en það sem menn verða að gera er að hætta að ata atvinnugreinar gegn hvorri annarri eins og t.d er gert með hvalveiði og hvalaskoðun.
Að setja að virkja sé sama og eyðleggja einhverjar náttúruperlur er bara bull enda er enginn að tala um að gera það.
Atvinnustefna Sjáflstæðisflokksins er skýr og hún er að nýta auðlindir landsins og er heiðursmaðurinn Jón Gunnarsson að framfylgja þeirri stefnu
Óðinn Þórisson, 25.1.2015 kl. 21:43
Man þá tíð þegar við virkjuðum Blöndu og ætluðum orkuna í Álver t.d. á Keilisnesi sem var svo hætt við. Iðnaðarráðuneyti sendi út bæklinga til allra risa fyrirtækja í orkufrekum iðnaði og bauð hér ódýra orku, þægar starfsmenn sem þyrftu ekki mjög hátt kaup. Er þetta ekki svona enn. Skilst að það seú um 3000 starfsmenn hjá orkuferkum stóriðjum sem fái svona rétt rúmlega meðalkaup en stóriðjan notar um 85% af allri raforku okkar en kemur sér undan að borga tekjuskatt bæði með fjárfestingasamningm, sem og að láta móðurfélög lána dótturfélögum hér á háum vöxtum, hirðir arðin og lánar svo enn frekar. Síðan ofan á þetta þá borga þau um 30% af orkuverði sem þau borga í örðum löndum og því rétt standa virkjanirnar undir sér. Hef ekki heyrt að við séum að fá háar greiðslur frá Landsvirkjun í arðgreiðslur.
Það er ekkert að því að virkja það sem sátt er um en það er ekkert vit í að öll sú orka sé seld á lágmarksverði.
Magnús Helgi Björgvinsson, 25.1.2015 kl. 23:39
Að draga stórlega úr rennsli í Dettifossi er að sjálfsögðu að eyðileggja náttúruperlur. Að setja upp jarðvarmavirkjun í Hveravöllum sömuleiðis. Það er enginn að ata saman atvinnugreinum nema þið sjallar. Haldið þið virkilega að þeir sem að lifa af ferðamannaiðnaðinum muni standi þegjandi hjá meðan að þið stundið þessi skemmdarverk? Ástæðan fyrir því að ég kalla ykkur sjalla en ekki sjálfstæðismenn er einfaldlega sú að ég get ekki notað orðið "sjálfstæði" í nafni flokksins ykkar meðan þið vinnið svona að því að eyðileggja það sem Ísland stendur fyrir. Ef þið ætlið að eyðileggja helstu náttúrperlur landsins fyrir erlend stórfyrirtæki eruð þið ekkert betri en þeir sem vilja setja sjálfstæði okkar undir þá i Brussell.
Þú kannski gerir þér ekki grein fyrir því að vísindamenn um allan heim eru að þrúa hagvkæmari leiðir til orkunýtingar úr sólarorku, vindorku og menn hafa loksins náð að framleiða meiri orku en þarf til þess að halda hitanum í skefjum hvað kjarnasamruna varðar. Eftir kannski 15-20 ár verða þessi rándýru orkuver okkar úrelt en við sitjum eftir með óafturkallanlegan skaða af ákvörðunum misvitra stjórnmálamanna.
Ég kalla svona einfeldningslega atvinnustefnu ekki skýra, langt því frá. Lestu líka það sem Magnús segir.
Pétur Kristinsson, 26.1.2015 kl. 00:32
Magnús Helgi - ef við skoðun álverið á reyðarfirði og kárahnjúka er alveg ljóst að það bjargaði austfjörðum, eins og einn austfirðingur sagði þegar þið voruð í stjórn " hhvað höfum við gert ykkur "
Þessi síðasta setning hjá þér er bara gull, eða þannig, enn og aftur kem ég að vinnubrögðum fyrrv. rikisstjórnar sem eyðilagði sáttina um nýtingu og vernd með því að fara með sína pólitku putta í rammaáætlun og eyðilöggðu því alla sáttina.
Óðinn Þórisson, 26.1.2015 kl. 07:20
Pétur - þar sem þú nefnir Samfylingari"náttúru"verndarmanninn Magnús Helga þá virði ég hans skoðanir en er langt því frá að vera honum sammála í einu eða neinu.
En heldur þú áfram með að tala um að ef það verði virkjað þá sé það sama og eyðilegging, þetta get ég ekki skrifað undir þar sem að nýta auðlindir landsins er ekki verðið að eyðileggja neitt það er verið að nýta til þess að fólk hafi það betra.
En aðalatriðð er þetta það er mikilvægt að vinstri - flokkarnrnir komi skýrt fram og heiðarlega og viðukrenni að þeir vilja einfaldlega ekki virkja sama hvað kosturinn er góður.
Óðinn Þórisson, 26.1.2015 kl. 07:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.