Ábyrgir Stjórnarflokkar og óábyrgir stjórnarandstöðuflokkar

"Þor­steinn seg­ir að fyr­ir í fe­brú­ar hafi þing­menn stjórn­ar­and­stöðu hundsað atvæðagreiðslu um fram­hald þing­fund­ar"

Það skipitr máli að í ríkisstjórn séu  ábyrgir stjórnmálaflokkar, sem taka afstöðu til mála, velja sér ekki mál til að taka afstöðu til og eru með skýra framtíðarsýn og það hefur núverandi ríkisstjórn.


mbl.is Oftast viðstaddur atkvæðagreiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þér finnst semsagt í lagi að kjíósa um mál án þess að kynna sér þau? Og án þess að hafa hugmynd um hvað málið snýst.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 6.4.2015 kl. 11:36

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Helgi - það eru þingflokksfundir reglulega hjá báðum stjórnarflokkkunum þar sem farið er yfir málin þar sem þingmenn/ráðherrar upplýsa og eru upplýsstir um mál.
Er það eðliegt að þingmaður Pírata taki ekki afstöðu/íti á já eða nei takkann í 66 % af þeim atkvæðagreislum sem hann tekur þátt í á alþingi ?

Óðinn Þórisson, 6.4.2015 kl. 11:47

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þessi stendur hagsmunavaktina af festu.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.4.2015 kl. 12:11

4 identicon

Guli takkinn er afstaða.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 6.4.2015 kl. 12:41

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Man eftir umræðum á alþingi fyrir nokkrum vikum síðan þar sem verið að ræða tiltekið  mál utan dagsskrár. Þessi Þorsteinn kom upp í ræðustól og tók að ræða mál sem reyndar var næsta mál á dagsskránni eftir þetta tiltekna mál og uppskar þessvegna hlátur viðstaddra. Hann hafði verið utan þingsals og þessvegna ekki áttað sig á hvað nákvæmlega var verið að ræða. En það vekur að sjálfsögðu upp spurningar hvort maðurinn sé jafn mikið út á þekju þegar hann stormar inn í þingsalinn að uppfylla lagaskylduna um að vera viðstaddur aðkvæðagreiðslur. Kannski hefur jáið og neiið ekki alltaf átt við í tilteknum málum.

Jósef Smári Ásmundsson, 6.4.2015 kl. 12:52

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Ingi - er bara að segja mína skoðun.

Óðinn Þórisson, 6.4.2015 kl. 13:44

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Helgi - þeir vilja ekki skilja eftir sig slóð og velja þar með skoðana&stefnuleysi.

Óðinn Þórisson, 6.4.2015 kl. 13:45

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - það er ýmsar uppákomur á alþingi, oft spaugilegar og stundum bara sorglegar en það sem verst er þegar stjórnmálamenn sem ætla að reyna að komast áfram á því að taka ekki afstöðu til mála,

Við megum ekki tala upp það og telja það eðlilegt að taka ekki afstöðu til mála. Alvöru stjórnmálamenn eru á alþingi til að taka skýra afstöðu já eða nei

Óðinn Þórisson, 6.4.2015 kl. 13:50

9 Smámynd: Már Elíson

Alvöru þingmenn kynna sér málin...Taka síðan afstöðu og kjósa. Þorsteinn er hróplegt dæmi um að vera "jáari" skv. afstöðu flokksnins og skipuriti. - Píratar taka greinilega afstöðu til mála aftir að hafa og mögulega getað kynnt sér málin en Píratar eru 3 á þingi og stjórnarbófarnir reyna að þrykkja málum í gegn án möguleika á eðlilegum tímaramma í kýnningu og þingmenn, eins og t.d. Þorsteinn fara bara eftir skipuriti sem er ákveðið á þingflokksfunudum fyrirfram, án þess að að hafa skoðað málin. - Þetta veit ég og hef heyrt innan úr þeim flokki. 

Már Elíson, 6.4.2015 kl. 14:27

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Már - Pírtar virka á mig svona eins og hver og einn þessara þriggja einstaklinga hafi sínar eigin áherslur og virðast ekki fylgja neinni ákveðini línu nema þegar kemur að aðskilaði ríkis og kirkju sem ég tel að sé aljörlegs fráleita hugmynd og ekki koma til greyna.
Þekki ekki innviði Framsóknar enda er ég Sjálfstæðismaður og ekki mitt þar að leiðandi að verja hvernig málin eru afgreidd innandyra. Þetta  liggur allt fyrir varðandi Sjálfstæðisflokkkinn þar taka menn afstöðu til mála eftir upplýsta umræðu og hafa kynnt sér málin. Þetta veit ég.
Þingmenn sem geta ekki tekið afsöðu til mála hafa ekkert á alþingi að gera, það er bara þannig.

Óðinn Þórisson, 6.4.2015 kl. 14:44

11 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hef aldrei skynjað sjálfstæðisflokkinn, sérstaklega síðust 2-3 áratugi nema sem hjarðhegðunarflokk. Algjör óþarfi að ráðast að Pírötum sem vel vila gera, og eru heiðarlegir í sínum málflutningi. En málið er kannski orð Davíðs, "þó ég væri í hjarta mínu sammála um eithvert mál, þá gat ég verið algerlega á móti" Léleg pólitík!!! 

Jónas Ómar Snorrason, 6.4.2015 kl. 16:12

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - grunngildi Sjálfstæðisflokks eru þau sömu í dag og þegar flokkurinn var stofnaður 1929. Ef þú telur að Sjálfstæðisflokkurinn sé hjarðhegðunarflokkur þá er það þín skoðun og ekki ætla ég að reyna að breyta henni. Ég hef gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn hér oftar en einu sinni.
Ef það er að ráðast á stjórnmálaflokk að fjalla/skrifa um hann nú þá er ég sekur, þola Pírtar ekki umræðuna um sjálfa sig ?

Óðinn Þórisson, 6.4.2015 kl. 16:35

13 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ég átti nú einungis við gagnvart Pírötum Óðinn, að það er takmarkað hvað fólk kemst í gegn um, annars hafa þeir lýst því skilmerkilega hver sé ástæðan. Þar er um að ræða vinna við eigin mál, sem og að ná að fylgjast með og skilgreina mál annara. Þingsköpin t.d. virðast vera einn akkelesarhællinn, en þá er ekki við Pírata að sakast, flokk 3ja aðila, sem eðlilega eru takmörkunum háð. 

Jónas Ómar Snorrason, 6.4.2015 kl. 17:21

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - vandi Pírata í dag er að Morgunblaðið hefur upplýst þjóðina um að þeir taki sjaldnast afstðu til mála. Þingmenn Pírata eru ekki í annarri stöðu en þingmenn annarra flokka og skila auðu í felstum atkvæðagreislum mun varla ganga eftir þatta. Þjóðin mun fyljgast með. Það er mín skoðun að Pírtar eiga ekki að skýla hjásetu sína bakvið þingsköp og starfshætti þingsins.

Óðinn Þórisson, 6.4.2015 kl. 17:48

15 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Að vitna í Morgunblaðið, er fyrir mér það sama og vitna í Se & Hör, eða Tígulgosann(sé hann enn til). Í síðustu athugasemd vitnaði ég í orð DO, það stendur hvort sem þér líki sú orð eða ekki.

Jónas Ómar Snorrason, 6.4.2015 kl. 18:41

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - fólk hefur misjafnar skoðanir á fjölmiðlum og havða álit það hefur á einstökum fjölmiðlum. Það hefur verið sagt að Morgunblaðið sé blað allra landsmanna.
DO var flottur sjórnmálamaður, beittur penni og hann fer mikið í taugarnar á vinstri - mönnum og nálgun hans sem þú vitnar í  er ekki alslæm.

Óðinn Þórisson, 6.4.2015 kl. 19:34

17 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Látum Morgunblaðið kyrrt liggja Óðinn, en auðvitað kallaði mogginn sig "blað allra landsmanna" í auglýsingum, og ég get viðurkennt, það var það á tímabili, eða sem næst því, enda flokkurinn þá um og yfir 40% fylgi á landsvísu, og nánast einráður í borgini. DO var flottur stjórnmálamaður, í byrjun. Síðan fjaraði undan honum nokkuð hratt, sérstaklega þegar hin íslenska "frjálshyggja" sem ég vil nefna, og hafði svo sem oft gerst áður, sem kallast"pilsfaldarkapitalismi" reið sér meira til rúms, en sprakk út á tíma DO, í alvöru. Spurningin sem þið sjálfstæðismenn eigið að spyrja ykkur, er mögulega sú, á ég samleið með fólki, sem virðir ekki reglur samfélgsins, hugsa, ég hef formann sem er hugsanlega, mögulega glæpon, hef varaformann sem hugsanlega, mögulega er glæpon. Nb, glæpon kalla ég aðila, sem ekki hefur sannast á, og ekki verið dæmdur vegna hugsanlegrar aðildar, t.d  vegna skorts á sönnunargögnum, þ.e. að ekki hafi verið t.d. tekið upp etc. en hafði samt beinan hag af málalokum. Held þú sér ágætir kall:)  

Jónas Ómar Snorrason, 7.4.2015 kl. 01:26

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - held að það geri sér allir greyn fyrir því að það er gjörbreytt pólitísks landslag á íslandi en hefur verið. Var t.d að hlusta á Katrínu Jak. formann vg sem er mjög spennt fyrir sameiningu eða a.m.k meira samstarfi við Samfó.
Frelsi með ábyrgð er alltaf betri en félagshyggja enda er það mín skoðun að markaðurinn eigi að ráða sem mestu og minnka skulu ríkisafskipti t.d rúv á að leggja niður.
En varðandi Hönnu Birnu, þá skrifaði ég hér á sínum tíma áskorun um að hún myndi segja af sér ráðherraembætti, því miður fyrir hana þá á hún engan möguleika á endurkomu á alþingi og í haust þá verður landsfundur Sjálfstæðisflokksins og þá verður kosinn nýr v.formaður, held að Bjarni fái ekki mótframboð

Óðinn Þórisson, 7.4.2015 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 316
  • Sl. sólarhring: 317
  • Sl. viku: 400
  • Frá upphafi: 870353

Annað

  • Innlit í dag: 221
  • Innlit sl. viku: 288
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband