Ríkisstjórn allra stétta

Ríkisstjórn borgarlegu og kristilegu flokkana er ríkisstjórn fyrir allar stéttir þjóðfélagsins og ekki síst þeirra sem minnst mega sín.


mbl.is Lægsta þrepið verður lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þessi fulyrðing þín heldur ekki vatni. Síðan þessi ríksstórn tók við hefur tekjuójöfnuður aukist og það að mestu vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Hún hefur notað það svigrúm sem skapast hefur til skattalækkana vegna þess mikla árangurs sem seinasta ríkisstórn náði í ríkisfjármálum til að hygla fyrst og fremst þeim tekjuhæstu.

Það er rakið kjaftæði að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin boðar núna gagnist best þeim tekjulægstu. Lækkun skattprósentu gagnast alltaf fyrst og fremst þeim tekjuhæstu jafnleg þó um sé að ræða lækkun prósentu´í lægsta skattþrepi. Þeir sem eru með tekjus sem eru lítið yfir skattleysismörkum hagnast lítið á slíkum aðgerðum og þær gagnst því fyrst og fremst þeim tekjuhærri.

Það sem fyrst og fremst gagnast þeim tekjulægstu er hækkun persónuaflsáttar sem aftur hækkar skattleysismörkin. Hann hækkaði aðeins um 0,8% um seinustu áramót og það stendur ekki til að hækka hann meira á sama tíma og mörk hærri skattþrepana hækkuðu um 6,6% og stærsti hluti aðgerðar ríkisstjórnarnnar er að hækka mörk miðþrepsins og síðan fella það alveg niður. Þetta eru aðgerðir sem gagnast ekkert þeim sem lægstu tekjurnar hafa en mest þeim sem hæstu tekjurnar hafa.

Þessi ríkistjórn er því ekki ríkisstjórn allra stétta. Hún er ekki ríkisstjórn þeirra stétta sem lægstar hafa tekjurnar enda hefur engin ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur skipað gert mikið fyrir þá tekjulægstu. Slíkt er einfaldlega ekki hluti af hugmyndafræði hans.

Sigurður M Grétarsson, 30.5.2015 kl. 10:19

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - fyrrv. ríkisstjórn gerði ekkert nema hækka skatta og álögur á fólk og fyrirtæki og gekk sllt of langt í niðurskurði til LSH.
Því miður þá tók núverandi ríkisstjórn ekki við góði búi og þurfti núverandi ríkisstjórn m.a að stofna hagræðinganefnd til að taka á allri dellunni sem fyrrv. ríkisstjórn skildi eftir sig.

Náttúrumynjarulglinu í Perlunni sagt upp sem var samningur upp á 15 ár og húsi íslenskra fræða slátað.

Hugmyndafræði Sjálfstæðisflokkins er að bæta kjör alla stétta og að allir hafi það betur, stækka kökuna.

Óðinn Þórisson, 30.5.2015 kl. 12:16

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ríkisstjórn sem tekur við búi með 40% halla á reksstri ríkissjóðs hefur tvo valkosti. Annars vegar að hækka skatta og draga saman ríkisútgjöld eða gera ríkissjóð gjaldþrota. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir tók fyrri valkostinn og það hefði að öllum líkindum hvaða ríksstórn sem er gert í þeirri stöðu sem hún var í. Það verður því að skoða skattahækkanir hennar og samdrát í fjárframlögum til LSH og annarra ríksstofnanna í því ljósi. Reyndar var búið að svelta LHS í meira en áratug fyrir hrun og það í bullandi góðæri þannig að staða LHS er síst síðustu ríkisstjór að kenna heldur fyrst og fremst sömu ríksistjórn og olli hruninu það er ríkisstjórn Sálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Núverandi ríkisstjórn tók við hallalausum fjárlögum, einum besta hagvextinum á vesturlöndum, síminnkandi atvinnuleysi og því að landflótti hafði snúist við því það voru fleiri Íslendingar að flytja til landsins en frá því í lok síðasta kjörtímabils. Þetta getur ekki talist að taka við slæmu búi. Síðasta ríkisstjórn tók hins vegar við versta búi sem nokkur ríkisstjórn hefur tekið við í Íslandssögunni.

Það sem núverandi ríkisstjórn hefur tekist að gera er að minnka verulega hagvöxt, auka atvinnuleysi og valda landflótta á ný. Þessi þróun er afleiðing af aðgerðum ríkisstjórnarinnar.

Þetta línurit sem er vísað í hér að neðan sýnir hvernig þær skattalækkanir sem ríkisstjórnin áformar koma niður eftir tekjuhópum.

https://www.facebook.com/ArniPallxs/photos/a.289404984494780.51341.288814311220514/648644241904184/?type=1&theater

Þegar haft er í huga að það þarf með einhverjum hætti að fjármagna þessa 16 milljarða skattalækkun þá er mjög líklegt að þeir tekjulægstu beri meiri birðar af fjármönguninni en nemur því sem þeir fá út úr skatalækkununum. Það er því verið að færa fé frá þeim tekjulægri til þeirra tekjuhærri með þessum aðgerðum.

Að tala um ríkisstjórn sem fer svona fram sem stjórnvöld sem ætli að bæta kjör allra stétta er því fáránlegt.

Þessi leið hálpar ekki við að stækka kökuna og aukið atvinnuleysi og minnkandi hagvöxtur sýnir svo ekki sé um villst að sjórnarstefna núverndi ríkssjórnar er ekki að hjálpa til við slíkt. Það er alveg á tæru að hagvöxtur væri hér meiri ef seinasta ríkisstjórn hefði fengið að halda áfram þeim góðu verkum sem hún vann á seinasta kjörtímabili. Það var hún sem skapaði þær forsendur sem gera skattalækkanir nú mögulegar og hún hefð alveg örugglega dreift þeim ávinningi með öðrum hætti en núverandi ríkisstjórn. Og sá hagvöxtur sem hún skapaði hefði að öllum líkindum haldið áfram hefði stórnarstefna hennar haldið áfram.

Sigurður M Grétarsson, 31.5.2015 kl. 13:45

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þessi mynd hér lýsir vel skattastefnu núverandi ríisstjórnar.

http://i0.wp.com/jack-daniels.is/wp-content/uploads/2014/10/Heilbrig%C3%B0iskerfi%C3%B0-mj%C3%B3lka%C3%B0.jpg

Sigurður M Grétarsson, 31.5.2015 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 415
  • Frá upphafi: 870429

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 299
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband