Það mun enginn fara í mál við BHM

Það mun enginn hugleiða að fara í mál við BHM eftir að þeir eru búinir að vera í verkfalli í 10 vikur.

Það er í raun ómöglegt að gera sér grein fyrir þeim skaða sem þetta 10 vikna verkfall BHM hefur valdið íslensku þjóðinni í heild sinni.

Það að hafa verið í verkfelli í 10 vikur og skrifa ekki undir samning er að mínu mati fullkomið ábyrgðaleysi af  hálfu forytu BMH, hún verður að eiga það við sig.

Það eru langir biðlistar eftir 10 vikna verkfall BHM á LSH og það er engin leið að segja til um hvenæar það verður komið í lag aftur.

Það sem skipir máli núna er 10 vikna verkfalli BHM er lokið þökk sé ríkisstjórn Íslands.

 


mbl.is BHM ætlar í mál við ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Óðinn eigum við ekki að horfa á þetta sem pólitiskr valdatafl annað getur það ekki kallast .Samfylkingin hefur heitir þvi bæði í orði og á borði að koma Rikisstjórninni frá ..BHM höndluðu Þórunni Sveinjarnard.ser til halds og traust og henni leiðist það ekki !!, Sorglegt hvað margir hafa látið blekkjast serstaklega hjúkrunarfræðingar 

rhansen, 14.6.2015 kl. 12:40

2 Smámynd: Montyus Python

Skrítið. Ríkið semur við lækna um 30% hækkun fyrir nokkrum mánuðum. Það er í lagi. Ef hjúkrunarfræðingar óska eftir því að fá álíka hækkun á sitt kaup, þá er viðmótið hjá ríkisstjórninni, Eh NEI, við höfum ekki áhuga á að semja við ykkur. það eru bara brauðmolar eftir ekki einu sinni smjörklípa, sættið ykkur við það eða farið til Noregs. Okkur er alveg sama.

Montyus Python, 14.6.2015 kl. 12:47

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Öll verkföll valda skaða Óðinn. En ábyrgðin á verkföllum er beggja deiluaðila ekki bara annars. Enginn fer í verkfall að gamni sínu. Hver var samningsaðili BHM Óðinn? Hver hélt þar um stjórnvölinn?

Til að geta skrifað undir samning Óðinn, þarf að liggja fyrir samningur. Hvaða samning áttu BHM að skrifa undir að þínu mati? Búvörusamninginn?

Annar deiluaðilinn gekk ekki til samninga af heilindum og dróg þannig verkfallið á langinn og nýtti sér svo í staðin vald sitt til lagasetningar. Þetta var því ójafn leikur og deilan er enn óleyst - þökk sé ríkisstjórn Íslands.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.6.2015 kl. 12:56

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ríkisstjórnin hefur afsökun.  Það er EKKI enn búið að samþykkja samningana á almennum vinnumarkaði. 
Reyndar væri þegar búið að semja við hjúkrunarfræðinga líkt og gerðist með læknana ef BHM hefði ekki verið í verkfalli líka.  Samtals er FÍH og BHM of stór biti fyrir sérsamninga.

Kolbrún Hilmars, 14.6.2015 kl. 13:16

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

rhansen - það kom fram í máli forsætisráðherra að honum fyndist sumir í verkalýðsforystunni enn vera í pólitík, var hann að tala um Þórunni fyrvv. þingkonu, ráðherra og framkvæmdastýru Samfylkingarinnar ?
Hjúkrnarfræðingar fóru strax að hóta uppsögnum og Ólafur Skúlason formaður þeirra var duglegur að tala um að margir hyggðust segja upp, því miður mjög óábyrgur málfluningur hjá honum.

Óðinn Þórisson, 14.6.2015 kl. 14:04

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Montyus Pyhon - menn verða að hætta að rugla saman þeim kjarasamingu sem gerir voru við lækna við það sem var í boði fyrir hjúkrunarfræðinga og BHM.
Það er val hvers og eins hvort hann segir upp sinni vinnu hjá okkur skattgreiðendinum og vill flytja til Noregs eftir að við höfum borgar þeirra nám.

Óðinn Þórisson, 14.6.2015 kl. 14:08

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel Jóhann - það sem var í boði var stöðugleiksinn og eins og Bjarni sagði þá gengur það ekki upp t.d gagnvart hjúkrunarfræðigum að leiðrétta þeirra kjör aftur um 10 ár á einu bretti. Það er beinlíns óábyrgt.
BHM hafði 10 vikur til að skrifa undir samning, spurning hvort ríkisstjórni hafi gefið BHM of langan tíma til að skrifa undir áður en hún ítti á neyðarhemilinn fyrir þjóðina.

Óðinn Þórisson, 14.6.2015 kl. 14:13

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kolbrún Hilmars - þann kann alveg að vera ef BHM hefði skrifað undir stöðugleikann sem var í boði þá hefði verið hægt að gera eitthvað fyrir hjúkrunarfræðinga sem vissulega skipta LSH mjög miklu máli.

Óðinn Þórisson, 14.6.2015 kl. 14:15

9 Smámynd: GunniS

ríkið sýndi fordæmi korteri eftir kosningar þegar alþingi og aðrir toppar fengu um 11% hækkun, og sumir afturvirka hækkun launa, það fá aðrir annað eins er það ekki ?  ég var að hlusta á frétt um þetta mál, og þar kemur að verkfallsréttur er í stjórnarskrá , sem aftur minnir mig á að þá er illa brotið á lögreglumönnum.  velkomin til íslands þar sem allt er kol ruglað.

GunniS, 14.6.2015 kl. 15:05

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

GunniS - það má segja að þó að verkfallsrétturinn sé stjórnarskrárbundinn þá er hann í raun úreltur eins og hann er notaður í dag.
Þegar flugmenn Icelandair fara í verkfall þá hefur það fyrst og síðast áhrif á Icelandair, fólk getur ferðast með örðum flugvélögum eins og formaður FÍA benti á þegar ríkisstjórnin setti lög á þeirra verkfall, sem ég taldi rangt af ríkisstjórninni.
Ef félagsmenn BHM fara í verkfall t.d geislafræðingar sem sinna ákveðinni grunnþjónustu þá hefur það áhrif á 3 aðila, þessu verður að breyta.

Óðinn Þórisson, 14.6.2015 kl. 15:23

11 Smámynd: GunniS

miklu meira að hér en  þetta, það t.d þarf að koma í veg fyrir það að hér sé búin til fasteignabóla ,fólk hefur ekki efni á að kaupa eða leigja , og ef það reynir að bæta kjör sín í samræmi við annað sem er að hækka , þá má það ekki ? en auðvitað má ekki snerta við flugfélögum, það vita það allir að þar að baki eru pabbastrákar með sambönd inn á alþingi.sömu pabbastrákar og fengu ríkið til að ganga í ábyrgð á lánum svo hægt væri að starta þessum flugfélögum. 

GunniS, 14.6.2015 kl. 15:28

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

GunniS - þegar þú ferð að tala um pabbastráka þá misstir þín ath.semd marks.
Það sem skipir öllu máli er ábyrgð í ríkisfjármálum og passa upp á stöðugleikann.
Það er einfaldlega ekki hægt fyrir ríkið að ganga að öllum kröfum BHM, það mun bara verða til þess að hér verður verðbólugbál.

Óðinn Þórisson, 14.6.2015 kl. 16:55

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Óðinn. Þegar maður veikist, þá verður maður kannski sendur í sjúkrarúmum inn í einhvern sífóníusal Hörpu, og svo hjúkra fastráðnir hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands öllum sjúklingum?

Sjúklingum sem vega salt milli lífs og dauða, sem keyrðir eru inn í tónlistarsalinn til launa/ábyrgðar-verðmetinna vel launaðra og ábyrgðarlausra hljómsveitaeinstaklinga?

Þetta stjórnlausa spillingar-þrælahald fasteignaokurbankanna/lífeyrissjóðanna minnir sorglega mikið á "TITANIC-FEIGÐARFLANIÐ!

Hvað olli Titanic-slysinu?

Ég vonast eftir heiðarlegri umræðu, og heiðarlegum svörum?

Á meðan er líf, þá er von.

Góður Guð og allar góðar vættir hjálpi fólki að skilja raunveruleikann eins og hann er.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.6.2015 kl. 00:34

14 Smámynd: GunniS

óðin, ef það er í alvöru verið að koma í veg fyrir verðbólgu, þá væri öll verðtrygging bönnuð, einnig eru vaxtahækkanir seðlabankans verðbólgu aukandi. öll stýring á kerfinu hér er með aðferðum sem sjást ekki neinstaðar í nágrannalöndum. 

GunniS, 15.6.2015 kl. 09:49

15 Smámynd: GunniS

þú getur lika spurt þig, afhverju er ekki óðaverðbólga í danmörku eða noregi. samt hefur fólk þar það miklu betra en hér, gjaldiðillinn er alvöru, 

fólk hefur meira milli handanna. svo þessi rök þín um að fólk meigi ekki lifa af kaupi og framfærslu eru þvílíke endæmis rugl.

GunniS, 15.6.2015 kl. 09:54

16 Smámynd: rhansen

ja hver önnur en ÞS óðin ?,en annars bara sma meira ,mer erhulið hvernig fólk getur vonast eftir á þessu litla landi að við getum borið okkur eitthvað saman við stór og rik hagkefi Noref t.d ,,þetta er i minnsta falli ótúlegur kjanaskapur !   á sama tima eru Islensk stjórnvöld að fá comment og viðurkenningar frá þeim stóru !!

rhansen, 15.6.2015 kl. 14:44

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna Sigríður - þegar fólk veikist þá á fólk að fá þá þjónustu sem ríkið á að skaffa því meðan við erum með það heilbrigðiskerfi sem við erum með í dag.
Bankarnir gætu sleppt bónusum og lagt þá peninga til tækjakaupa á LSH.

Óðinn Þórisson, 15.6.2015 kl. 20:53

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Gunni S. - það sem seðlabanki íslands er að gera í dag með því að hækka stýrivexti er hann að gera stöðuna enn verri.
Það er dýrara að búa í Noregi en á íslandi og eru launin hærri í Noregi en það sem á endanum skiptir öllu máli eru ráðstöfunartekjur.
Forysta BHM hafði haldið sínu fólki í verkfalli í 10 vikur þegar ríkisstjórnin ítti á neyðarhemilinn til að forða íslensku þjóðinni frá enn meira tapi.
Hvað skilaði þetta verkfall forystu BHM svo sínum félagsmönnum ?

Óðinn Þórisson, 15.6.2015 kl. 20:58

19 Smámynd: Óðinn Þórisson

rhansen - normenn nýta sínar auðlyndir en hér erum við við flokka sem berjast gegn þvi að við notum okkar auðlyndir og þar af leiðandi er erfitt að stækka kökuna.
Átti Samfylkingi og forysta BMH í einhverju samstarfi í þessu verkfalli ?

Óðinn Þórisson, 15.6.2015 kl. 21:00

20 Smámynd: GunniS

maður sem gefur svona svör er ekki í snertingu við raunveruleikann.

hafðu það gott.

GunniS, 16.6.2015 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 358
  • Frá upphafi: 871865

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 256
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband