Ólafur Ragnar, Framsókn og stjórnarskráin

Ef eitthvað er að marka skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkana þá benda þær til stórsigurs Pírata vorið 2017.

Með tilliti til þess og að líklega þá munu Píratar ganga bundnir inn í alþingskosningarnar með að starfa með Samfylkingunni og VG sem mun skerpa hinar pólitísku línur.

Í þessari könnun um ánægju þjóðarinnar með forseta þjóðarinnar þá eru Framsóknarmenn langánæðastir með hann eða 80 %.

Framsókn og Ólafur Ragnar voru klárlega sigurvegrar Icesave - málsins og má segja að það sé mikill samhljómur með forsetanum og Framsókn gegn aðild íslands að ESB.

Þar sem ekki þarf að kjósa tvisvar þrátt fyrir að enginn frambjóðandi fái yfir 50 % þá tel ég ólíklegt annað en að Sjálfstæðimenn muni styðja endurkjör hans og þannig tryggja Ólafi Bessastaði næstu 4 árin.


Ólafur Ragnar mun því taka slaginn við vinstri - menn um stjórnarskránna.


mbl.is 47,8% ánægð með störf forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Um hvað telurðu að sá slagur sem þú spáir muni snúast? Það kemur nefninlega ekki fram í færslunni.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.12.2015 kl. 18:05

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - réttarríkið, þjóðkirkjuna o.s.frv en aðallega um að koma í veg fyrir að vinstri - mönnum takist að kollsteypa stjórnarskránni, þetta snýst um hefðir og siði sem vinstri - menn virðast vilja breyta.

Óðinn Þórisson, 29.12.2015 kl. 19:24

3 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Óðinn, ÓRG er eini Forsetinn, sem opinberlega hefur hafnað þjóðkirkjuni. Framsóknar og Sjálfstæðisflokkar lögðu grunn að tilurð Icesave. það kemur í ljós(væntanlega) á Nýársdag hvað Forsetinn ætlar sér. Persónulega finnst mér að hann eigi að segja, að nú sé nóg komið. Þetta er alger dónaskapur af þinni hálfu, að ætlast til þess, að Píratar gangi bundnir til Alþingiskostninga. Hvernig í andsk. getur þú farið að ætlast til af öðrum, sem þú getur ekki ætlast til af þínu eigin. Þú ert of frekur á aðra en þíns eigin flokks, sem hefur skandaliserað þvílíkt, og sér ekki fyrir endann á.

Jónas Ómar Snorrason, 29.12.2015 kl. 19:49

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hið svokallaða réttarríki kollsteypir stjórnarskránni nánast vikulega. Sá slagur er því tapaður nú þegar, og alls ekki fyrir vinstri mönnum neitt sérstaklega.

Vissulega þarf aldeilis að afnema þjóðkirkju, en ég veit ekki hvaða skoðun forsetinn hefur á því og enn síður hvort "vinstri menn" séu neitt einhuga um það.

P.S. Númer hvað eru þær greinar í stjórnarskránni sem fjalla um þessar "hefðir og siði" sem þú nefnir?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.12.2015 kl. 19:56

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hárrétt hjá Jónasi, að það verða ekki "hægri menn" (eða neinir aðrir) sem munu ákveða hvernig Píratar ganga til kosninga, heldur munu Píratar ákveða það sjálfir.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.12.2015 kl. 20:01

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - höfum átt þessa Icesave - umræðu áður og óþarfi fyrir mig að endurtaka mína skoðun. 1.jan 2006 þá segir ÓRG íslensku þjóðinni hvort hann ætli að vera næstu 4 árin á Bessastöðum.

Að ganga bundir til kosninga eru ekki mín orð, ég er að vísa þess sem Birgitta hefur sagt, hefur útilokað núverandi stjórnarflokka og er ég bara mjög sáttur við það, skerpir bara línurnar

Það hefur verið þannig hingað til ef 2009 kosningarnar eru undanskildar þá hafa flokkar hér á landi gengi óbundnir til kosninga. 

Þannig að það komi hér skýrt fram þá hef ég gagnrýnt nokkra kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. t.d borgarstjórnarflokkinn ítrekað.

Óðinn Þórisson, 29.12.2015 kl. 20:49

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - það er mín skoðun að pólitísku réttarhöldin sem hér fóru fram yfir GHH hafi verið tilraun gegn réttarríkinu og þú veist hvernig Birgitta greiddi atkvæði í þeiri atkvæðagreiðslu.

Það er aldrei rétt að alþingsmenn ákveði réttarhöld yfir fyrrv. forstætisráðherra&þingmanni en eflaust hefur flokkskírteinið hans kostað hann þar 2 ár.

Var það ekki niðurstaðan 20 okt 2012 að hafa ákvæði um þjóðkirju :)

Pírtar hafa sýnt það í meirihlutasamstarfinu í Reykjavík hvernig þeir vinna. 

Það hefur aldrei og það hefur komið fram í máli Bjarna Ben. að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei staðið í vegi fyrir breytingu á stjórnarskánni en að kollsteypa henni kemur ekki til greyna.

Mín skoðun, Pírtar munu bjóða fram undir sínu nafi ogmerki en áður en kemur að alþingskosningum þá verða þeir búnir að negla samning við hina vinstri flokkana um ríkisstjórnarsamstarf.

Óðinn Þórisson, 29.12.2015 kl. 21:04

8 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

2016 Óðinn:)

Jónas Ómar Snorrason, 30.12.2015 kl. 00:25

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir ábendiguna Jónas Ómar :)

Óðinn Þórisson, 30.12.2015 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 417
  • Frá upphafi: 870436

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 302
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband