Mörður Árnason

Þar sem Mörður Árnason er stjórnarmaður í Rúv og varaþingmaður Samfylkingarinnsr þá er það mín skoðun að það sé ekki rétt að hann lesi Passíusálmana auk þess þá verður að nefna Landsdómsmálið þar sem hann sagði Já sem tók 2 ár af lífi heiðusmannsins Geirs H. Haarde.

Enn einu sinni bregst Rúv.


mbl.is Stjórnarmaður les Passíusálma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvaða skilyrði eða kröfur þarf að uppfylla, að þínu mati Óðinn, til að mega lesa þennan leiðinda kveðskap í útvarp? 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.2.2016 kl. 09:32

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mörður ber nafn með réttu.

Gunnar Heiðarsson, 1.2.2016 kl. 10:43

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel Jóhann - það er alger óþarfi að tala niður Passíusálmana.

En til að svara spurningu þinni þá koma margir til greyna, aðalatriðið er að fólk tali skýra islensku.

Óðinn Þórisson, 1.2.2016 kl. 11:04

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Gunnar - það er sjálfsagt fyrir Mörð að óska eftir þessu en rangt hjá Rúv að samþykkja hann sem lesara.

Óðinn Þórisson, 1.2.2016 kl. 11:05

5 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Er ekki ámælisvert að gera dæmdan landráðamann að sendiherra?

Jón Páll Garðarsson, 1.2.2016 kl. 17:36

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Páll - ég gerði enga athugasemd við að Árni Pór yrði skipaður sendiherra þó svo að hann hafi samþykkt Svavarsaminginn.

Óðinn Þórisson, 1.2.2016 kl. 17:54

7 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Var hann einnig dæmdur?

Jón Páll Garðarsson, 1.2.2016 kl. 17:58

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er það ekki bara gott á hann að láta hann lesa passíusálmana?

Jósef Smári Ásmundsson, 1.2.2016 kl. 18:06

9 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Kristur kóng ég kalla þig 
Kalla þú þræl þinn aftur mig

Kváði síra Hallgrímur Pétursson sem greinilega var með þetta á hreinu, þó illa ruglaður væri á öðrum sviðum.

Jón Páll Garðarsson, 1.2.2016 kl. 19:00

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Páll - það hefur enginn verið dæmur fyrir landráð en það voru haldin póltísk réttarhöld yfir GHH sem var engum sem að þeim stóðu til mikillar minnkunnnar. Ögmundur má eiga það hann hefur beðið GHH afsökunar, fleiri mættu gera það.

Óðinn Þórisson, 1.2.2016 kl. 20:29

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef - það eiga að vera foréttindi að fá að lesa Passíusálmana í útvarpi sem og í kirkju.

Óðinn Þórisson, 1.2.2016 kl. 20:30

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Var það ekki Mörður Árnason sem gerði í fyrra eina vönduðustu útgáfu Passíusálmana sem gefin hefur verið út með gríðarlegum skýringum?! Um hana segir hjá útgefanda:

Í fyrsta sinn kemur á markað útgáfa Passíusálmanna þar sem þeir eru skýrðir út fyrir lesendum. Útgefandi og leiðbeinandi er Mörður Árnason íslenskufræðingur. Í samstarfi við bókahönnuðinn Birnu Geirfinnsdóttur setur hann efni sálmanna fram með nýjum hætti sem greinir þessa útgáfu frá öllum fyrri útgáfum Passíusálmanna.

Árið 2016 verða liðin 350 ár frá því að Passíusálmarnir komu fyrst út á Hólum í Hjaltadal, en þeir voru fyrst gefnir þar út árið 1666. Á síðustu áratugum hafa sjónir æ fleiri fræðimanna beinst að verkum Hallgríms en afrakstur þessarar rannsókna hefur þó í minna mæli verið nýttur til að skýra út með beinum hætti þetta mikla bókmenntaverk og er útgáfa Marðar Árnasonar einkum ætluð að miðla þeirri þekkingu sem er fyrir hendi á Passíusálmunum til almennings.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.2.2016 kl. 00:31

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Magnús Helgi - Mörður Árnson hefur örugglega einhvertíma á sinni lifsleið gert eitthvað gott en mín skoðun er þessi, þau rök sem ég bendi á er þannig að hann kemur að mínu mati ekki til greyna til að lesa Passíusálmana.

Rúv verður taka skömmina fyrir þetta.

Óðinn Þórisson, 2.2.2016 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 318
  • Frá upphafi: 870036

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 222
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband