Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hélt óvart af því lífeyrir er eitthvað sem er lögbundið og þú getur ekki tekið út þegar þú villt og erfist ekki væri ekki eign eins og aðrar eignir. Held að eldra fólk sem á eignir sem það hefur til ráðstöfunar upp á kannski 150 milljónir á hjón hafi nú yfirleitt af þeim einhverjar tekjur. Sem og að skv. skattframtali mínu sem borga jú í sama lifeyrissjóð og þau þá kemur ekki fram innistæða mín þar.  Þetta er frekar réttindi sem fólk ávinnur sér skv. reglum.  Maður er svona að reyna að sjá fyrir sér hvernig þetta hefði verið! Átti þá að taka þetta 1,5% sem auðlegðarskattur var á eignir umfram 90 milljónir af lífeyrir þeirra. Eða eru sjálfstæðismenn að hvetja til að ríkið fari almennt að skattleggja lífeyrir okkar áður en við tökum hann út? Þetta er nú meiri vitleysan.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.4.2016 kl. 12:36

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Furðuleg lagaskýring þar sem tiiagan snýst um það ef mér skjátlast ekki að þingið samþykki vantraust á ríkisstjórnina. Í framhaldi af því ( ef tillagan verður samþykkt) verður að rjúfa þing og efna til kosninga. Að sjálfsögðu getur þingið ekki rofið sjálft sig og ef það er eitthvað orðalag í tillögunni sem menn geta hengt sig á í því samhengi, þá verður bara að umorða tillöguna. En er nú ekki bara vit að ríkisstjórnin  segji af sér sftir það sem undan er gengið Óðinn? Hvernig heldurðu að traustið sé hjá þjóðinni núna? Athugaðu að það voru 87% sem töldu að ríkisstjórnin ætti að víkja í könnun sem gerð fyrir nokkru. Og það var áður en fjármálaráðherrann og framkvæmdastjóri framsóknarflokksins bættust við spillingarlistann.

Jósef Smári Ásmundsson, 2.4.2016 kl. 12:41

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Magnús Helgi - Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf og verður alltaf talsmaður lágra skatta þannig að fólk hafi meiri ráðstöfunartekur ólikt Samfylkingunni sem vill skattpina þjóiðina.

En ég held að þú sert ekki alveg að skylja málið, lestu hvað stendur á myndinni og þá skilur þú málið fullyrði ég, er þetta ekki tvískinngur hjá þeim ?

Óðinn Þórisson, 2.4.2016 kl. 14:56

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Ómar - þegar 98 % þjóðarinnar sögu NEI við Svavarsamningunum þá datt fyrrv. ríkisstjórn ekki í hug að segja af sér, þegar Jóhanna braut jafneéttislög datt henni ekki í hug að segja af sér, þegar Svandís braut lög þá datt henni ekki i huga að segja af sér, Jóhanna sat hjá og horði upp á vin sinn til margra ára GHH settan á sakabekk í pólitírkum réttarhöldum áður óþekkt í lýðsæðisríki og þú vilt að þessi ríkisstjórn segi af sér af því að þetta fólk biður um það. NEI það er ekki valkostur.

Óðinn Þórisson, 2.4.2016 kl. 15:00

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samkvæmt upplýsingum á vef Alþingis hafa lög um auðlegðarskatt komið til afgreiðslu þrisvar, og í öll skiptin greiddu þingmenn Sjálfstæðisflokks gegn viðkomandi frumvarpi.

Á þeirri mynd sem fylgir færslunni hér að ofan eru Jóhanna og Steingrímur gagnrýnd fyrir að hafa viljað undanskilja lífeyriseignir frá auðlegðarskatti.

Hvað má þá segja um þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem vildu undanskilja ALLAR sínar eignir frá auðlegðarskatti, hvaða nafni sem þær nefnast?

Guðmundur Ásgeirsson, 2.4.2016 kl. 15:03

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þessi mynd skýrir hvers vegna margir eiga reikninga í skattaskjólum.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.4.2016 kl. 15:42

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ásgrímur. Hvort ertu þá að meina að sé gert sérstaklega til þess að komast undan auðlegðarskattinum, eða bara til að komast undan sköttum yfirleitt?

Guðmundur Ásgeirsson, 2.4.2016 kl. 16:00

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

"þegar 98 % þjóðarinnar sögu NEI við Svavarsamningunum þá datt fyrrv. ríkisstjórn ekki í hug að segja af sér" Svo, þetta eru semsagt  sömu kúkalabbarnir sem eru í þessari ríkisstjórn og í hinni fyrri. Þetta hafði mig nú líka lengi grunað. En er nú ekki kominn tími á  menn hætti að líta á þetta sem einhverja bófakeppni milli flokkana og taki tillit til þjóðarinnar í þessum efnum? Þjóðin vill að þetta hyski haski sér og það sem fyrst.

Jósef Smári Ásmundsson, 2.4.2016 kl. 16:08

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jósef Smári. Alveg rétt, það er enginn munur á drullu og skít, og fjórflokkarnir eru allir undir sömu sök settir hvað það varðar. Besta ráðið við því er að kjósa fjórflokkana aldrei aftur.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.4.2016 kl. 17:18

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - eflaust erum við ekki sammála um þingmenn Sjálfstæðisflokksins enda eru við pólitískir andsstæðingar.


NR.9 þú hefur fylgst um umræðunni um leikskóla í Reykjavík, heita mat gamla fólksins, 170 milljónir í óþarfa framkvæmd á sama tíma, móti því að þjóðin fái að taka ávörðun um framttíð Reykjavíkurflugvallar, gegnsæi varðandi grunnskóla, afleita fjárhagsstöðu Reykjavíkur o.s.frv og Pírtar eru í þessum meirihuta í Reykjaví, vill fólk þetta ?

Óðinn Þórisson, 2.4.2016 kl. 18:08

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef - þjóðin gekk að kjörborðinu 27 apríl 2013 og fengu Framsókn og Sjálfstæðisflokkur 4 ára umboð frá þjóðinni.

Svo sjáum við hvað kemur upp úr kjörkössunum vorið 2017 en það er ekki ástæða til að ganga til kosniga vegna storms í vatnsglasi.

Óðinn Þórisson, 2.4.2016 kl. 18:10

12 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Óðinn, þjóðin gekk að kjörborðinu 27 apríl 2013, með siðferðislegan leyndarhjúp og lygar framsóknar og sjálfstæðisflokka. Um það sníst málið, og ekkert annað!

Jónas Ómar Snorrason, 3.4.2016 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 42
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 126
  • Frá upphafi: 870079

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband