15.4.2019 | 23:17
Heiðursmaðurinn Guðlaugur Þór Utanríkisráðherra.
Fjölmiðill sem vill njóta trausts og virðingar á ekki koma fram með svona dylgjur um heiðarshjónin Gulla og Ágústu.
Guðlaugur Þór er einn öflugasti stjórnmálamaður sem við höfðum átt í mörg ár.
Hefur verið í mörg ár sá stjórnmálamaður til hægri sem hefur alltaf verið tilbúinn til að taka slaginn við póliska andstæðinga
Icesave Jóhönnustjórnarinnar, pólitísku réttarhöldin yfir Geir H., Evrópuumsókn Samfylkingarinnar og hann hefur sagt sannleikann um borgina, að borgin sé í rúst
Því miður er heiðursmaðurinn Guðlaugur Þór einfaldlega að lenda í fjölmili sem hefur ekkert fram að færa. Nema Dylgjur.
Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt
Ber vitni um málefnafátækt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:34 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er óneitanlega spaugilegt að lesa lofgjörð þína um utanríkisráðherrann og frú, í framhaldi af nýrri
og mun skýrari sýn þinni, á þinn fyrrum elskaða flokk.
Þú hlýtur að geta fallist á að það lítur illa út fyrir hlutlaust mat Guðlaugs á raforku og virkjana málum þjóðarinnar, að honum láist að upplýsa á hagsmunaskrá Alþingis, að ef fyrirhuguð Búlandsvirkjun verði að veruleika, þá muni eiginkona hans, sem landeigandi Hemrumarkar, sem skráð er á heimili hans, auðgast um milljarða króna.
Hvað fyrri gjörninga Gunnlaugs snertir, þá tapaði hann ekki á sölu erlends tryggingafélags til Landsbankans, sem nokkru síðar styrkti Sjálfstæðisflokkinn um fjármuni sem BB lofaði hátíðlega, ef ég man rétt að endurgreiða vaxtalaust, sem ég veit síðan ekkert um hvort hann gerði.
Andersen forstjóri fjármálaeftirlitsins varð illu heilli full djarfur á að upplýsa þann vafning.
Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins kusu að lúta vilja Browns og Darlings og láta íslensku þjóðina axla ókleifar ICESAVE byrðarnar með auðlindir okkar að veði og vona ég heillinda ykkar Gulla vegna að hann hafi ekki verið í þeim hópi.
Jónatan Karlsson, 16.4.2019 kl. 05:55
Jónatan - það sem er spaugilegt við þetta allt er málefnafátækt eyjunnar og er að mínu mati er þetta ekki einfaldlega léleg blaðamennska.
Ég hvet þig til að lesa svar Guðlaugs Þórs til Eyjunnar.
Guðlaugur Þór studdi ekki Icesave Jóhönnustjórnarinnar.
Vegna sögunnar um Icesave - Jóhönnustjórnarinnar er rétt að taka það fram að Jóhanna þá forstætisráðherra barðist gegn því að fólk mætti á kjörstað til að greiða atkvæði um afleik aldarinnar.
98 % þjóðarinnar sögðu NEI við Icesave Jóhönnustjórnarinnar, trúverðuleiki þeirrar stjórnar fór þá og átti hún að segja af sér.
Ef það á að fara fram málefnaleg umræða um Orkupakka 3 þá verður hún að vera málefnaleg og byggð á einhverjum staðreyndum af hálfu þeirra sem ætla að taka þátt í henni.
Ég er ekki talsmaður þess að Orkupakki 3 verði samþykktur en ég ver heiðarlegt fólk þegar það er farið í það.
Óðinn Þórisson, 16.4.2019 kl. 07:22
Til að hafa það rétt þá sat Guðlaugur hjá í Icesave. Það sem ég skil ekki, er af hverju það er ekki hlustað á málflutning þeirra sem eru á móti Orkupakkanum. Það sýnir hroka gagnvart málfrelsinu. Guðlaugur er ekki enn búinn að skýra út fyrir Almenningi hvað sé svo gott fyrir okkur íslendinga í þessum pakka.
Eggert Guðmundsson, 16.4.2019 kl. 08:58
Eggert, sat hjá rétt , studdi ekki afleik aldarinnar.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja að fyrirvarar muni halda, ég ætla að leyfa mér að vera ósammála þeim um það.
Orkupakki 3 er það stórt mál, að þjóðin á að fá að segja sína skoðun , annað er beinlínis ólýðræðislegt.
Fréttmennska Eyjunnar er hinsvegar ekki boðleg.
Óðinn Þórisson, 16.4.2019 kl. 11:09
Það eru ekki næg rök.....
......Þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja að fyrirvarar muni halda......
- Hvað með Landsdóm? Sjálfstæðimenn töldu gjörninginn halda.
- Hvað með undanþágu á fersku kjöti? Það varið talið halda.
Nú þurfum við að vera vissir um stöðu okkar, þar dugir ekki að halda - þú þarft að vera viss og það 100%
Benedikt V. Warén, 16.4.2019 kl. 15:32
Benedikt - það er aldrei hægt að vera 100 % viss en að hleypa þjóðinni að þessari ákvörðun er það lýðræðislegasta í stöðunni.
Þjóðin sýndi það þegar 98 % sögðu NEI við afleik aldarinnar.
Óðinn Þórisson, 16.4.2019 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.