Þórhildur Sunna fékk tækifæri til að sýna fordæmi og segja af sér

Siðanefnd alþingis taldi að þingmaður Pírata Þórhildur Sunna hafi brotið í bága við siðareglur alþingsmanna á síðasta ári.

Píratar verða að fara að framkvæma sjálfir það sem þeir sjálfir boða og sýna þannig fordæmi, annað er ekki boðlegt og dæmi um ódýra pólitík.


mbl.is Katrín sýni auðmýkt og axli ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þannig að þú hefðir þá tekið undir orð þingkonunnar ef hún hefði verið t.d í Framsókn eða í Samfylkingu ?

Ótrúlegt að sjá hvernig Sjálfsstæðismenn ætla nú að skjóta skjólshúsi yfir gjörðir dæmdrar Andersen.

Það liggur fyrir hvað var gert rangt, ekki bara af ráðherranum dæmda heldur af þ.v forseta Alþingis sem nú nagar blýanta í stjórnarráðinu.

Gott ef hljóðið hafi ekki verið annað þegar þáverandi forsætisráðherra var dæmd fyrir brot á jafnréttislögum, þá mátti heyra kröfur um afsögn og ábyrgð.

Eins má líka minna á að sá dómstóll sem kvað upp sinn úrskurð í dag yfir Andersen er sami dómstóll og dæmdur fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins, Haarde leitað til 2012 og fékk sína niðustöðu 2017. Þá átti þessi sami dómstóll að vera nóg til að hreinsa Haarde. Þá var þetta efnilegur dómstóll. 

Lýk þessu svo hér þannig að það hljómar annkannarlega að sú sem krefst þess að fari sé eftir stjórnarskrá vegna sóttvarna vill svo ekki að mannréttindi um rétt skipaða dómstóla sé í öndvegi.

Það er ekki eins og hljóð og mynd fari saman hjá Sjálfsstæðismönnum nú um þessar mundir.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 1.12.2020 kl. 15:32

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - ég held að margir séu sammála mér um það að pólitísku réttarhöldin yfir Geir H. Haarde hafi i raun verið lægsti puntkur í pólitík á íslandi. Í raun svartur blettur á okkar lýðveldissögu.

Trúverðugleiki Pírata skaðaðist mikið þegar þeirra þingmaður var talin af siðanefnd að hafa brotið siðareglur.

Þannig að það er soldið holur hjómur í öllu þessu hjá þeim, og krafan um að einhverjir aðrir en þeir axli einhverja pólitíska ábyrð á einhverju þá gengur það einfalegla ekki upp ef þeir sjálfir eru ekki reiðbúnir að gera það sama.

Óðinn Þórisson, 1.12.2020 kl. 16:32

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Umrædd niðurstaða siðanefndar Alþingis var hneyksli og hún hefði með réttu átt að segja af sér.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.12.2020 kl. 16:45

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Hvernig rökstyður þú það Óðinn að "réttarhöldin yfir Geir H. Haarde hafi i raun verið lægsti puntkur í pólitík á íslandi." ? Það má vera þin skoðun og nokkra til viðbótar en ég gæti þá alveg haldið því fram að þjóðin hafi verið fegin að það hafi verið framkvæmt.

Það var hér efnahagslegt hrun, bæði af erlendum ástæðum en svo vegna ákvarðanna sem stjórnmálamenn þess tíma báru ábyrgð á en neituðu ávalt.

En sé að þú vilt ekki ræða ábyrð Andersen í málinu, nema að þú sér skyni skroppinn af veruleikanum.

Hitt stendur svo eftir, að sami dómstóll var nógu góður fyrir Haarde er alls ekki nógu góður fyrir Andersen.

Vont mál að verja fyrir Sjálfsstæðismenn.   

Sigfús Ómar Höskuldsson, 1.12.2020 kl. 17:40

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - áhugaverð afstaða hjá þér en raun skyljanleg en við verðum bara vera sammála um að vera ósammála.

Þórhildur sleppti góðu tækifæri til að sýna að stjórnmálamenn sem gera upp á bak axli á því pólitíska ábyrð. Öll þessi tilgangalausu og tilefnislausu upphlaup hjá henni er að verða mjög þreytt og fólk á endanum hættir að taka mark á henni.

Óðinn Þórisson, 1.12.2020 kl. 19:36

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - þingmenn Samfylkingarinnar á þeim tíma að svara fyrir hversvegna flokkurin gerði það sem hann gerði en það var ömurlegt fyrir Jóhönnu að enda sinn stjórnmálaferl á svo lágu plani.

Það varð alþjóðlegt fjármálahrun, ábyrð og rekstur á bönkunum var hjá stjórnendum þeirra en svo svo sem spyrja um bankamálaráðherra Samfylkingarinnar á þessum tíma hvort hann hafi ekki brugðist.

Varðandi Sigríði Andersen sem hefur heldur betur verið milli tannana á vinstra liðinu þá hefur hún útskýrt sitt mál, kemur fram t.d í frétt hér á mbl í dag, " pólitískt at "

Óðinn Þórisson, 1.12.2020 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 319
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 224
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband