Hversvegna á Ísland að lýsa yfir fullum stuðningi við Ísrael ?

"Auk­in átök hafa verið á Gaza-svæðinu eft­ir að Ísra­el­ar héldu árás­um sín­um á svæðið áfram til að bregðast við eld­flauga­árás­um frá her­ská­um Palestínu­mönn­um"

"Hamas is the largest of several Palestinian militant Islamist groups" BBC

"Yfir 1.000 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-svæðinu í átt að Ísrael frá því að átök Ísraela og Palestínumanna hörðnuðu mjög á mánudagskvöld" Rúv

Það er sjálfsagður réttur hverjar þjóðar að verja sig gegn þeim sem vilja útrýma þeim.

Við íslendigar eigum að hafa skýra utanríkisstefnu og verja og standa með okkar vinaþjóðum þegar að þeim er ráðsist.

.


mbl.is Aukin átök á Gaza-svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna kemur þú einmitt inn á aðalmálið í þessum átökum en "Vinstri Hjörðinni" virðist ekki finnast að Ísraelar hafi ENGAN RÉTT á því að verjast árásum Palestínumanna.  Ég veit ekki betur en að þessi átök hafi hafist með eldflaugaárás Palestínumanna frá Gaza svæðinu........

Jóhann Elíasson, 14.5.2021 kl. 08:20

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Heyr, heyr. Langar að benda mönnum á þessa grein til að þeir fái vitneskju um lygaherferðina í aðdraganda málsins: https://www.audiatur-online.ch/2021/05/10/israel-kritiker-haben-recht-sheikh-jarrah-ist-ein-beispiel-fuer-den-arabisch-israelischen-konflikt/

FORNLEIFUR, 14.5.2021 kl. 11:55

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þessi átök byrjuðu reyndar með því að palestínumönnum var meinað að koma saman á musterishæðinni ,Jóhann. Og ef farið er lengst aftur þá með stofnun Ísraelsríkis á sínum tíma. Ísland á að sjá sér sóma í því að vera ekki að sýna yfir stuðningi við annan aðilann. Þetta er miklu flóknara en það að sé hægt að réttlæta morð á fólki réttsísona, Óðinn. Vona að gyðingar og palestínskir múslimar og kristnir geti fundið lausn svo allir geti búið í sátt og samlyndi. Nógu er nú heimurinn slæmur samt.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.5.2021 kl. 12:41

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jósef Smári, það er lágmark að þú farir rétt með og þið vinstri menn skulið ekki reyna að endurskrifa söguna enn það er alveg eftir ykkur að reyna það.....

Jóhann Elíasson, 14.5.2021 kl. 13:45

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Enn og aftur Jóhann. ÉG ER EKKI VINSTRI MAÐUR og skil ekki hvað þér er svona í mun að eyrnamerkja mig. Notaðu frekar rök ef þú átt þau til. Og hvar er svo sögufölsunin. Komu ekki þessi átök við musterishæðina til 'aður en Hamas liðar fóru að skjóta eldflaugunum á Ísrael? Og var ekki Ísrael stofnuð af Sameinuðu þjóðunum á sínum tíma? Hvað bull er þetta í þér? Þetta er svipað og tala um kvótakerfið við samtökin um nýja stjórnarskrá. Ertu kannski þar innandyra?

Jósef Smári Ásmundsson, 14.5.2021 kl. 14:50

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er ekki til nema hjá þér að átök hafi verið á musterishæðinni, sem urðu þess valdandi að Palestínumenn fóru að drita eldflaugum á Ísrael frá Gaza.  Þú skrifar eins og stækur vinstri maður og þar til þú kemur með einhverjar bitastæðar sannanir fyrir öðru þá verður þú "látinn bera þann kross" af minni hálfu.  Annað sem þú skrifar er ekki svara vert....

Jóhann Elíasson, 14.5.2021 kl. 15:04

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Nú, voru bara engin átök á musterishæðinni? Held nú samt að mig hafi ekki verið að dreyma þetta. Og var ekki eitthvað um ramadan í fréttum og ísraelar að fagna tímamótum um hertöku austur hluta jerúsalemar? Nei, sennilega hefur mér verið að dreyma þetta og Hamas liðar hafi einfaldlega byrjað að drita á Israel vegna þess að þeir voru í vondu skapi. Menn geta látið skapið hlaupa mér sér í gönur þar eins og annars staðar. Sennilega hefur einhver Ísraeli kommentað í bæjarblaðinu í jerúsalem um hvað þeir séu miklir aumingjar. Nei, sennilega er þetta gróf sögufölsun hjá mér.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.5.2021 kl. 15:17

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

https://www.nrk.no/urix/israels-forsvarsminister_-_-gaza-vil-brenne-1.15495461. Kannski rétt há ykkur óðinn og Jóhann að skoða þessa frétt. Vonandi kunnið þið eitthvað í norskunni. Hér er ekki verið að tala neina tæpitúngu og heiftin beinist gegn öllum íbúum Gaza, ekki bara Hamaz liðum. Ég hef séð nokkur myndbönd þar sem íbúar Ísraels eru spurðir út í viðhorf til palestínumanna og get fullyrt það að þessi maður er ekki að tala fyrir hönd þjóðarinnar. Ísraelar eru gott og friðelskandi fólk upp til hópa eins og allir aðrir.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.5.2021 kl. 15:40

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - það er svo mikill misvísandi og rangur fréttafluningur hjá íslenskum fjölmiðlum varðandi þessi átök að afstða fólks til málsins verður þannig að Palestína sé fórnarlamb en ekki gerendur og þáttendur í þessari deilu sem þeir núna hófu.

Óðinn Þórisson, 14.5.2021 kl. 17:29

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Fornleifur - takk fyrir innlitið, grein sem þú vísar í er á þýsku , en aðalatriðið er eins og ég kom inn á hér í ath.semd nr.9 er að fjölmiðlar spila stóran hluta í villa fyrir fólki með skoðanamyndandi og hlutdrægri fréttamennsku.

Óðinn Þórisson, 14.5.2021 kl. 17:35

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - það eru Palesínumenn / Hamas sem hafa ekki viljað settla þetta mál og semja um það, þeir virðast vilja þessi átök. 

Mistkön eru vissulega að hafa gefið þeim þetta landsvæði á sínum tíma.

Hamas vilja og hafa það skýrt á sinni stefnuskrá / aðgerðaráætluna að eyða Ísrael og hafðu í huga að Palestínumenn kusu Hamas. 

Réttur Ísrales að verja sig gegn þeim sem vilja eyða landinu er skýr og aðdráttarlaus og það er það sem íslensk stjórnvöld eiga að styðja, réttur Ísrales til að verja sig. 

Óðinn Þórisson, 14.5.2021 kl. 17:43

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Bíddu Óðinn. Hverjum var verið að gefa landsvæði? Svo ég skýri mitt mál: Það voru Sameinuðu þjóðirnar sem hlutust um að stofna þarna tvö ríki á sínum tíma. Þá voru átök á þessu svæði milli palestínumanna sem höfðu búið á svæðinu um aldir og gyðinga sem hófu búsetu á svæðinu kringum 1900( vonandi verður mér ekki brigslað um sögufölsun. Ef ég fer með rangt mál þá er það ekki visvísandi). Þessi ráðagerð að stofna tvö ríki gekk ekki eftir en ári seinna lýstu Ísraelsmenn einhliða yfir stofnun ísraelsríkis með landamæri ákveðin af SÞ. Það var upphafið að þeirri ófriðaröldu sem ríkir enn í dag.Fólk sem bjó á þessu svæði( palestínumenn) flúðu flestir til íraks og annarra landa. Ég tel það vera mistök hjá SÞ að hlutast til um þetta á sínum tíma því að sjálfsögðu eiga svona samtök ekki að ráðskast með ríkjasambönd. En ástæðan fyrir því var að sjálfsögðu sú samúð( réttmæta) sem gyðingar fengu eftir helförina. Þetta var gert eð góðum vilja en spurning hvort þetta hafi ekki verið bjarnargreiði við gyðinga. Nú finnst mér það vera aðalatriðið að koma á friði og leysa endanlega úr þessu máli og fólk fólk úr sitthvoru liðinu hér upp á íslandi sé að blaðra út og suður hver sé góði maðurinn og hver sá vondi .Mér hefur líka alltaf vantað að rifja upp söguna frá því fyrir stríð. Staðreyndin var sú að gyðingahatrið var ansi útbreytt í Evrópu og líka hér á landi. Þó nasistar hafi verið lang verstir þá voru aðrir ekkert alsaklausir. Hér voru gerðar tilraunir með fólk eins og vangefna og uppi voru hugmyndir um ræktun mannskepnunnar. Innan kirkjunnar sérstaklega hinnar lúthersku var gyðingahatur ríkjandi og þegar nasisminn kom upp í þýskalandi tok fjöldinn upp þennan sið hér á landi vegna þess að gyðingahatrið var þar innanborðs. Nokkrir æðstu embættismenn ríkisins voru bendlaðir við nasisma og það hefur verið reynt að breiða yfir það og tala sem minnst um það. Sjálfur heyrði ég um flóttamann( gyðing) sem dvaldi í felum í minni heimasveit allt stríðið. Hann fór huldu höfði þrátt fyrir það að bretarnir voru hér komnir og það segir ýmislegt. Þennan pistil er ég fara með vegna þess að fólk virðist eiga erfitt með að kannast við söguna. Það er enginn saklaus þarna í palestínu, Óðinn og við eigum ekki að taka málstað annars aðilans. Hamas liðar hafa lýst því yfir að þeir vilji eyða Ísrael. En það eru ekki allir palestínubúar sem taka undir það. Og öfga sianistar vilja stofna ríki sem nær meðal annars yfir Írak og Íran ( fyrirheitna landið) En eins og ég sagði fyrr þá eru fáir ísraelsmenn sem halda í þessa forneskjulegu skoðun. Finnst þér ekki betra að byggja á fólki þarna suðfrá sem vill bara búa í friði en vera í stríðsæsingarleik. Eða er það ekki samkvæmt sjálfstæðisstefnunni?

Jósef Smári Ásmundsson, 14.5.2021 kl. 18:54

13 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er ekki bara á Íslandi sem er misvísandi og rangur fréttaflutningur til dæmis var Jósep Smári að benda á fréttir á NRK sem þar er fréttamaðurinn sem var sendur til Jerúsalem og er með fréttainnskot oft á dag í fréttatímum þar, arabi frá Palestínu og hverra taum heldur þú að hann dragi???????????

Jóhann Elíasson, 14.5.2021 kl. 18:56

14 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Guð minn almáttugur Jóhann. Eru bara allir frétta miðlar að segja ósatt. Geturðu kannski bent á einhverja fréttamiðla sem eru með réttar fréttir? Og hvað sagði þá þessi íraelsmaður sem er yfir hernum? Er það ekki bara málið að ef fréttirnar samrýmast ekki þínum skoðunum þá eru þær ekki marktækar? 

Jósef Smári Ásmundsson, 14.5.2021 kl. 19:30

15 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er kannski kominn tími til að þú beitir heilbrigðri skynsemi Jósef Smári.  Og svona þér að segja ég sé ekki nokkurn tilgang með því að vera að reyna að troða neinni einustu vitglóru í þig lengur og nenni ekki að standa í því lengur en þú hefur sýnt það og sannað að það er leitun að öðrum eins þverhaus.........

Jóhann Elíasson, 14.5.2021 kl. 19:52

16 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Heilbrigð skynsemi. Já. Látum okkur nú sjá. Allir ísraelar eru englar í mannsmynd, allir palestínumenn villimenn og þjóðverjar hljóta þá líka að vera nasistar allir sem einn. Svolítið einhæf heimsmynd en svona viltu hafa það. Ég held reyndar að heilbrigð skynsemi sé ekki til í þínum kolli ,Jóhann . Svo hvernig ætlarðu að kenna einhverjum skynsemi sem þú átt ekki til sjálfur?

Jósef Smári Ásmundsson, 14.5.2021 kl. 20:28

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef Smári - setjum upp dæmi sem setur hlutina í rétt samhengi þannig að það sé alveg á hreinu um hvað málið snýst. Það er alveg kristalær stefna Hamas að útrýma Ísrael.


Hvað ef eitthvað land myndi byrja á varpa sprengjum á Reykjavík í massavís, ættum við bara að sitja hjá og leyfa óvinaþjóð okkar að sprengja Reykjávik í lof upp, ég segi nei.

Þú verður að reyna að sjá þetta frá sjónarhóli Ísraela og að vera með allt í kringum sig óvinaþjóðir sem óska bara eins, eyða Ísrael af yfirborði jarðar.

Óðinn Þórisson, 14.5.2021 kl. 20:47

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - " loftárásir Ísralesmanna " Bogi fréttamaður Rúv í kvöld, þvílík fyrring, það eru Palestínumenn sem eru að dæla sperngjum á Ísreel, sem hafa stundum bara ca  90 sek að horfa undan í skjól.

Fréttatími Rúv var heil hörumg, þvílíkt hlutdrægt og misleiðandi frétt og algerlega án nokkurs gagnrnýni ef taka má til hliðar ca. 20 sek sem fjallaði um hlið Ísraela.

En auðvitað rétt hjá þér að þessi einhliða og hlutdræga fréttamennska á sér stað víðar en hér um málefni Israels.

Óðinn Þórisson, 14.5.2021 kl. 20:52

19 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Jósef Smári, þú átt alla mína virðingu að nenna að eiga orðastað við þennan "Jóhann" eða hver sem hann kann að vera. 

Ef einn er ekki sammála honum í eitt skiptið, þá er hinn sami vinstri maður og örugglega vitleysingur eða þaðan af verra.

Veit um allmarga sem hann svo blokkar og vill ekki (getur ekki ?) átti orðaskipti við.

Þessi "Jóhann" veit alla, kann allt og má örugglega allt.

En það er svo náttúrulega að tár í tómið að ræða hér glæpsamlega framkomu Ísrael við þá kumpána hér.

Þýðir lítið að ræða við aðila sem skilja ekki alþjóðasamninga og réttindi um þá sem eiga um sárt að binda.

En endilega, go for it :) , vel gert.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 14.5.2021 kl. 21:33

20 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - það er rangt hjá þér og ekki þinni skðun til framdráttar að tala niður til / illa um þá sem hafa aðra skoðun en þú. Ekki fara í manninn en það er jú venja ykkar vinstri manna.


Það er mjög erfitt að ræða við ykkur sem viljið ekki eða skyljið ekki þá stöðu sem Ísraeldar eru setti í til að verja sitt land.

Hamas eru hryðjuverkasamtök sem vilja eyða Ísrael og svo eru Ísraelar sakaðir um árásir á Palestinumenn þeger þeir eru að verja sitt fólk, BÖRN , þetta er fáránlegt þannig að ég loka þessu með því að skora á íslaensk stjórnvöld að lýsa yfir fullum stuðningi við Ísrael í þeirra baráttu að fá að vera til og verja sig.

Óðinn Þórisson, 15.5.2021 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 888609

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband