Icesave og Landsdómsmálið standa upp úr hjá Steingrími J. Sigfússyni

98 % þjóðarinnar höfnuðu vinnubrögðum Jóhönnustjórnarinnar í Icesave - málinu.

Það að alþingsmenn efni til pólitískra réttarhalda yfir einum af þeim er eflaust lægsti og svartsti punktur í lýðveldissögunni.

Ég skil Steingrím J. Sigfússon mjög vel að hafa viljað vinna með Sjálfstæðisflokknum á sínu lokakjörtímabili sem þingmaður til að geta hætt með einhverri reisn.


mbl.is Áralangri þingsetu Steingríms lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

En það kom dómur frá Landsdómi og niðurstaða.

Því var málsmeðferðin réttlætanleg.

F.v formaður Sjálfstæðisflokksins braut af sér í starfi, hvað sem þér kann að þykja um Steingrím Joð.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 13.6.2021 kl. 10:18

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hann ásamt Jóhönnu bera ábyrgð á "tjaldborgini" þar sem þúsundir íslendingar misstu heimili sín og bann barðist gegn "bjórnum" og barðist fyrir Bakka og Vaðlaheiðagöngum og talaði um að stækkun Leifstöðar væri flottræfilsháttur. Vonandi hækkar virðing fyrir Alþingi við brotthvarf hans.

Sigurður I B Guðmundsson, 13.6.2021 kl. 11:02

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - þetta voru pólitísk réttarhöld vegna þess að það voru pólitískir andstæðingar sem vildu þau yfir fyrrv. formanni og forstætisráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Fyrir þá sem stóðu því að fara í þessa sorgarherferð hlítur niðurstaðan að hafa verið veruleg vonbrigði, hugmyndin var að ganga frá Sjálfstæðisflokknum. Sú tilraun mistóskt herfilega.

Óðinn Þórisson, 13.6.2021 kl. 12:36

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður I B - " tjaldborg " " gjaldborg " gegn íslenskum heimilim var blettur á öllum þeim sem sátu í og studdu Jóhönnustjórnina.

Því miður þá held ég að virðing fyrir alþingi íslendinga eigi lítið eftir að breytast meðan flokkar eins og Píratar með Þórhildi Sunnu eru á alþingi. Braut fyrst þingmanna siðareglur alþingis.

Óðinn Þórisson, 13.6.2021 kl. 12:40

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Óðinn, þér er auðvitað frjálst að hafa þinar skoðanir á dómstólakerfinu en ferilinn var þessi, það var ákært, um það náðist meirihluti á Alþingi. 

Málið fór fyrir Landsdóm og hann kvað upp sinn dóm.

Fer ekki þinn flokkur að lögum ? 

Deilið þið líka við dómarann ? Er ekki nóg að hafa ykkar dómara í Hæstarétti, í Landsrétti og í héraði ?

Held að það fari ekki vel hjá stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokki að ræða sérstaklega um pólitíska dómstóla. 

Hvað kostaði Landsdómsthneykslið skattgreiðendur í krónum ?

Eða skipan Árna Matthiesen á syni f.v formanns Sjálfstæðisflokksins ,hvað var Árni þá dæmmdur fyrir  ? Hvað kostaði það ?

Viltu enn tala um pólitík og dómstóla ? 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 13.6.2021 kl. 16:51

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - því miður hafa margir sem stóðu að þessum pólitísku réttarhöldum beðið Geir H. Haarde afsökunar á þessum réttarhöldum sem skiluðu í raun og veru séstakt að alþingi hafi beðið formlega hann afsökunar.

Hafðu í huga að Geir H. Haarde var skýknaður af öllum alvarlegu áskökunum sem á honum voru bornar, þannig að efnislega vann hann málið. 


Vinstri menn hafa reynt að setja Landsréttarmálið á Sigríði Andersen þáverandi dómsmálaráðherra en það er rangt ef málið er skoðað í heild sinni

Allir þingmenn sem sátu á þingi þegar greitt var atkvæði um dómarana höfðu tök á því að biðja um að greitt yrði atkvæði um hvern og einn. Enginn þinmaður gerði það.

Hanna Katrín þingkona Viðreisnar 1.2.2018 að Viðrein hafi rekið ráðherra til baka með listann vegna kynjahalla þannig að jú vissulega ber Viðreisn sinn hlut í ábyrgðinni að þetta fór eins og það fór.

Óðinn Þórisson, 13.6.2021 kl. 18:44

7 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Það mátti svo sem búast við því að dómurinn yrði túlkaður út og suður. 

Munum hvernig f.v dæmdur dómsmálaráðherra, taparinn í RVK , Andersen ákvað að horfa í minnihlutaákvæði þegar meirihluti MDE hvað upp skýran dóma í 1. atrennu.

Auðvitað deilir þú eins og margur Sjálfstæðismaðurinn, við dómarann ef útkoman er ekki eins og ætlast er til.

Geir H Haarde var einfaldlega dæmdur í Landsdómi fyrir það að standa ekki rétt að sínu starfi. Lítið hægt að túlka það. 

En ég að þú kýst að sleppa hinum dæmunum sem hafa kostað okkur skattgreiðendur milljónir, þá afglöp taparans, hennar Sigríðar og svo Árna Matt. 

Þú virðist gleyma því að 2 dómstig í sama dómstól og Geir H. Haarde leitaði til (þá var dómstólinn nógu góðir), kváðu upp þann úrskurð að dæmd Sigríður hefði ekki gert rétt. 

Það þýðir svo lítið að benda á Alþingi, munum að atkvæðagreiðslunni var stýrt að enn einum Sjálfstæðismanninum, Unni Brá og hún gaf 7 sekúndur til að spyrja þingheim hvort e-r gerði athuasemdir.

Nú ætlar þú að klína afglöpum Sjálfstæðismanna í Landsréttamálinu á alla hina þingmennina.

Verður vart lægra komist.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 13.6.2021 kl. 20:23

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - í Geirs stjórninni þá átti Jóhanna sæti í 4 manna ráðherranefnd um ríkisfjármál og Björgvin G. Sigurðsson var bankamálaráðherra/viðskiptaráðherra þannig að Samfylkingin átti alveg vera með á hreinu allt sem var að gerast í fjármálum landsins. Að halda einhverju örðu fram er bara fáránlegt.

Þegar gengið er til jafn stórrar atkvæðagreiðslu og var um landsréttarmálið þá liggur fyrir hvað þingflokkar hafa ákveðið að þeir ætla að gera.

Óðinn Þórisson, 13.6.2021 kl. 21:23

9 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þingmenn og konur eru einfaldlega bundnir af sínum skoðunum.

Það veistu vel. 

Aðalatriðið er að Geir H Haarde var dæmdur, samkvæmt dómi Landsdóms. Hann stýrði ríkistjórninni, hann ber þá ábyrgðina. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 13.6.2021 kl. 23:10

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigfús Ómar - Samfylkingin sat við ríkisstjórnarborðið ásamt Sjálfstæðisflokksins.

Annaðhvort vissu ráðherrar ekkert um stöðu fjármála á íslandi eða voru algerlega vanhæfir.Þú mátt velja.


"Þótt Jóhanna Sigurðardóttir hafi ekki stutt ákæruna gegn Geir H. Haarde verður landsdómsmálið gegn honum meirihlutanum sem staðið hefur að ríkisstjórn hennar til ævarandi skammar þegar rætt verður um lýðræðislega stjórnarhætti hér á landi." 2.okt 2012

Óðinn Þórisson, 13.6.2021 kl. 23:35

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Arfleið Þistilfjarðarkúvendingsins verður lýðum ljós, þá hundrað ára leynd verður svipt af helför hans gegn samborgurum sínum og þjónkun hans við hrægammana, sem settu þúsundir á götuna, eftir að frjálshyggjusvínin og banksterarnir höfðu rústað efnahag landsins. Farið hefur fé betra og hefði betur farið löngu fyrr. Fáir hafa lagst neðar fyrir stól.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 14.6.2021 kl. 01:24

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Halldór Egill - því miður verðum við ekki hér þegar 100 ára leynd verður aflétt á svikum Jóhönnustjórnarinnar gegn fólkinu í landinu.

Óðinn Þórisson, 14.6.2021 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 319
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 224
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband