Vörður / Valhöll kasta inn hvíta handklæðinu

Það lítur út fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að sitja hjá í borgarstjórnarkosningunum 25 mai og tryggja án nokkurs vilja eða áhuga að gefa sömu flokkum á silfurfati áframhaldandi stjórn á borginnu.

Flokkurinn er búinn að kasta inn hvíta handklæðinu og ætlar ekki láta til sín taka fyrir borgarstjórnarkosningarnar.

Bjarni virðist vera á leið út og það er komin ansi mikil vinstri - slagsíða á flokkinn.

Ég mun skoða það hvort ég muni endanlega loka þessari síðu. 

Baráttan um borginu er lokið af hálfu Sjálfstæðisflokksins.


Góðar stundir. Ég ætla að gefa mér fram yfir helgi hvort ég loki þessi bloggi eða ekki sem verður að teljast í augnablikinu mjög líklegt.


mbl.is Festi fær milljarða á silfurfati
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sveitarstjórnarkosningar verða 14. maí næstkomandi, samkvæmt 24. gr. nýrra kosningalaga. cool

Kosningalög. nr. 112/2021

Sjálfstæðisflokkurinn telur sem sagt þessa 0,6 hektara (sex þúsund fermetra) lóð undir bensínstöð í vesturbæ Reykjavíkur vera allt að tveggja milljarða króna virði.

Flokkurinn vill hins vegar að ríkið fái áfram ókeypis afnot af margfalt stærra landsvæði í eigu Reykjavíkurborgar undir Reykjavíkurflugvelli. cool

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið 106% verðbólga hér á Íslandi.

Landið undir norður-suður flugbraut Reykjavíkurflugvallar er í eigu Reykjavíkurborgar, bæði sunnan við og norðan við austur-vestur flugbrautina, en landið undir þeirri braut er í eigu ríkisins.

Ein flugbraut hefur hins vegar ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu en ríkið getur selt landið til að fjármagna flugvöll í Hvassahrauni. cool

"Áætlað er að fullbúinn innanlands- og varaflugvöllur í Hvassahrauni, sem jafnframt þjónaði sem kennslu- og einkaflugvöllur, kosti um 44 milljarða króna en kostnaður við nauðsynlega uppbyggingu í Vatnsmýrinni er um 25 milljarðar króna."

Mismunurinn er því einungis 19 milljarðar króna, sem fást með sölu á landi ríkisins undir austur-vestur flugbraut flugvallarins á Vatnsmýrarsvæðinu. cool

Flugvallakostir á suðvesturhorni landsins - Nóvember 2019

Þorsteinn Briem, 20.1.2022 kl. 11:09

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.10.2020:

Minni skuldir borgarsjóðs Reykjavíkur á hvern íbúa en annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu cool

Meirihluti sveitarstjórnarmanna í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nær allt Alþingi styður Borgarlínuna. cool

Byggð verður þétt við Borgarlínuna, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu og Reykjavíkurflugvöllur fer af svæðinu, enda er nú verið að þétta byggð á öllu höfuðborgarsvæðinu og íbúum svæðisins mun fjölga um tugi þúsunda næstu áratugina.

Í Reykjavík einni hefur til að mynda heil Akureyri bæst við íbúafjöldann síðastliðna tvo áratugi. cool

mbl.is 6.10.2021:

"Tóm­as Már [Sig­urðsson for­stjóri HS Orku] seg­ir aðspurður að eld­gosið í Geld­inga­döl­um hafi komið upp á besta stað fyr­ir HS Orku.

Hugs­an­legt sé að þar verði jarðhita­svæði í framtíðinni og gæti svæðið því orðið orku­lind í tím­ans rás."

Nú er sem sagt í góðu lagi að leggja nýja Suðurnesjalínu og virkja úti um allar koppagrundir á Reykjanesskaganum, jafnvel í Geldingadölum, og reisa ný hús fyrir tugmilljarða króna í Hafnarfirði og Garðabæ, sem byggðir eru á gömlum hraunum. cool

En alls ekki má leggja flugvöll við Hafnarfjörð vegna þess að hraun gæti runnið yfir flugvöllinn. cool

Þorsteinn Briem, 20.1.2022 kl. 11:12

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn Breim - takk fyrir að leiðrétta dagsetninguna hjá mér, kjördagur er 14.mai 2022.

Mín skoðun er sú að það þarf að breyta um kúrs, breyta um hugmyndafræði og stefnu þannig að Reykjavík verði aftur borg frelsis og að fólkið sjálft fái að ákveða hvernig borgin þróast á næstu árum.

Það hefur komið fram m.a hjá oddvita Sjálfstæðisflokksins að lítið eða ekkert samráð hafi verið haft við minnihlutann sem samt hefur meirihluta atkvæða á bak við sig.

Nú síðast erum við að sjá að "meirihlutinn" ætlar í raun og veru að fara gegn vilja íbúa í Bústaðahverfi starx eftir kosningar en slá því að frest rétt á meðan fólkið gengur að kjörborðinu.

Tilgangurinn með því að loka þessum bensinstöðvum er ekkert annað enn einn hlutinn í aðförinni að fjölskyldubílinum þannig fólk eigi erfiðara að fá bensín á bílinn sinn fyrir fjölskylduna.

Tilgangslaus þrenging gatna, nú síðast við Hvassaleiti er enn eitt dæmið um þetta einkabílahatur.

Það þarf að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um Reykjavíkurflugvöll enda skiptir hann alla landsmenn máli, ekki lítur þú að þeir sem búa ekki Reykjavík séu annars flokks fólks ?

Það er verið að byggja nýjan spítala og allir landsmenn eiga að eiga jafnan rétt á að komst þangað á réttlætisgrunni.

Strætólínan er ekkert annað óútfylltur tékki á framtíðarkynslóðir , það finnst mér ekki sanngjart gagnvart þeim.

Það má alveg laga strætó og styð ég allar raunhæfar tillögur sem snúa að því ekki strætólínu sem verður líka úreld þegar hún verður ef hún verður einhverntíma tekin í notkun.

Óðinn Þórisson, 20.1.2022 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 316
  • Frá upphafi: 870023

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 220
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband