Besta og hagkvæmasta lausnin er að hætta við Borgarlínna

Ég verð að viðurkenna að það er ákveðinn sjarmi yfir Borgarlínunafninu en lengra nær ekki minn sjarmi eða stuðninngur við verkefnið.

Það er tvennt sem ætti að gera sem myndi bæta fyrir samgöngur í Reykjavík, annarsvegar að fara í vegaframkvæmdir eins og mislæg gatnamót og hinsvegar hætta öllum skemmtarverkum eins og að þrengja götur eins og Grensásveg og Háaleitisbraut sem voru tilgangslaustar framkvæmdir.

Svo er það sjálfstætt verkefni að reyna láta á það reyna með raunhæfum tillögum að skoða hvort almenningur vilji yfir höfuð nota strætó þá þarf t.d að auka tíðni og minnka gjaldið í stætó.


mbl.is Einn milljarður í Strætó og níu í rafbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta er allt of skynsamlegt til að verða framkvæmt!

Sigurður I B Guðmundsson, 1.10.2022 kl. 11:07

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti sveitarstjórnarmanna í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nær allt Alþingi er fylgjandi Borgarlínunni en ekki einungis borgarstjórinn í Reykjavík.

Og fjórir stjórnmálaflokkar mynda borgarstjórnarmeirihlutann.

Borgarlínan verður fyrir öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, enda þótt hún verði fyrst tekin í notkun í Reykjavík og Kópavogi með brú yfir Fossvog.

Byggð verður þétt við Borgarlínuna, þannig að tugþúsundir munu búa nálægt línunni, enda er nú verið að þétta byggðina á öllu höfuðborgarsvæðinu.

Einkabílum verður að sjálfsögðu ekki útrýmt með strætisvögnum og flestir fullorðnir sem þá nota eiga einkabíl, enda þótt þeir kjósi að ferðast stundum eða jafnvel oft með strætisvögnum.

Með því að nota strætisvagna skapa menn að sjálfsögðu meira rými á götunum fyrir þá sem eru í einkabílum og í þeim flestum er einungis bílstjórinn á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi.

Og notkun bæði einkabíla og strætisvagna minnkaði að sjálfsögðu mikið í kóvítinu þegar flestir fóru hvorki í skóla né vinnu.

Á heimasíðu Strætó bs., sem er byggðasamlag í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu:

"Fjöldi farþega Strætó á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu jókst um 35% frá 2011 til 2018 en bílaumferð á hvern íbúa um 26%."

"Árið 2009 fór hver íbúi að meðaltali 37 sinnum með strætisvagni en 54 sinnum árið 2019."

"Fastnotendur Strætó voru 17.525 árið 2019, sem er 250% aukning frá 2011, þegar þeir voru 5.043."

"Um 41% íbúa höfuðborgarsvæðisins töldust notendur Strætó árið 2019 en 21% árið 2011."

"Þar að auki nýta 15% erlendra ferðamanna sér Strætó."

Þróun samgangna - Mannvit

Þorsteinn Briem, 1.10.2022 kl. 11:54

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður I B - þetta er allt of óskynsamlegt til að verða framkvæmt en kannski á borg og ríki til aukapeninga einhverstaðar á lausu eftir covid í eitthvað sem verður aldrei að raunvöruleika.

Óðinn Þórisson, 1.10.2022 kl. 12:54

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn Briem - þessi borgarlína / strætólína eins og ég kalla hana er ekki raunhæf lausn á vandamálum í hvernig fólk ferðast um borgina. 

Suðurlandsbraut, ein akreim i hvora áttina, þetta mun bara skapa tafatími í umferðinni.

Rafhjól og rafmagnsbílar eru að taka við og það er eðlilega ekki að skila sér og mun ekki skila sér í fleiri farþegum í strætó nema grundvarllarhugsunarbreyting verði á t.d ferðatíma og tíðni ferða.

Það sjá allir sem vilja sjá að göturnar eru algjörlega yfirfullar og fólk stopp í umferðinni þannig að ferðatími fólks hefur aukist mikið.

Það var mjög slæm ákvörðun þegar Samfylkingin á sínum sat sitthvoru megin við borðið ríki og borg og ákvað að fara í engar gatnaframkvæmdir í 10 ár.

Svo eins og ég kem inná í færslunni þá verðum við annarsvegar að hætta tilgangslausum gatnaþregingum og svo hinsvegar verðum við að fara í löngu tímabærar gatnaframkvæmdir eins og mislæg gatnamót t.d Miklubraut við Kringluna.

Eins og ég segi það er svo margt eftir að breytast á næstum árum/tugum að setja öll eggin í sömu körfuna er einfaldlga röng ákvörðun eins og við erum að sjá með nýjan LSH við Hringbraut.

Óðinn Þórisson, 1.10.2022 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband