Stefna Samfylkingarinnar í miðbænum í 20 ár leiðir til lokunar verslunar eftir 60 ára rerstur ?

Nú ætla ég ekki að kenna Framsókn í Reykjavík um að verslun sem hefur starfað í Reykjavík í 60 ár sé að loka sínum dyrum fyrir viðskiptavinum sínum sem hafa treyst á sína verslun.

Samfylkingin hefur stjórnað Reykjavík í um 20 ár og eina sem Framsókn gerði eftir síðustu kosingar var að endurreisa fallinn meirihluta og gegnir nú í raun sama hækjuhlutverki og Björt Framtið og Viðreisn hafa gert.

Er ekki hægt að spyrja þeirrar einföldu spurningar hvort stefna Samfylkingarinnar með miðborgina sé að skila sér í að verslun er að loka eftir 60 ára rekstur ?


mbl.is Tregafull stund þegar skellt verður í lás í Brynju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Stofnuð 1919 og búin að starfa í 103 ár við Laugaveginn.

Hann stendur sig vel hann Dagur að eyðileggja miðbæinn.

Sigurður Kristján Hjaltested, 3.10.2022 kl. 15:33

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Krisján - þeir sem hafa stjórnað Reykjavík undanfarin árin hafa að mínu mati unnið gegn atvinnulífinu í Reykjavík. T.d Íslandsbanki sem fór í Kópavog og Icelandair sem eru að fara í Hafnarfjörð. 

Það er a.m.k ekki verið að treysta atvinnulífið í Reykjavík og það mun halda að fara niður á við meðan óstjórn Samfylkingarinnar fær að ráða öllu í Reykjavík.

Lokun Reykjavíkurflugvallar er mál að þeirri stærðargráðu að ég held að ríkið verði að taka skipulagsvaldið af Reykjavík vegna Vatnsmýrarinnar.

Óðinn Þórisson, 3.10.2022 kl. 19:34

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Laugaveginn starfa um eitt þúsund manns og frá Bankastræti að Snorrabraut eru um 130 verslanir og veitingahús. cool

Þorsteinn Briem, 4.10.2022 kl. 09:44

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.6.2015:

"Lengsta mögulega vegalengd sem fólk þarf að ganga frá bíl sínum til að komast í alla verslun og þjónustu á Laugaveginum í miðbæ Reykjavíkur er 350 metrar þegar lagt er í bílastæðahúsi, sem jafngildir um þriggja mínútna gangi miðað við meðalgönguhraða. cool

Þetta kemur fram í úttekt sem Andri Gunnar Lyngberg arkitekt hjá Trípólí arkitektum og Björn Teitsson upplýsingafulltrúi unnu."

Þorsteinn Briem, 4.10.2022 kl. 09:52

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undir Hafnartorgi og neðanjarðar við Hörpu eru stæði fyrir um eitt þúsund og tvö hundruð bifreiðar. cool

1.6.2022:

Ellefu nýjar verslanir og veitingastaðir bætast við þau tólf fyrirtæki sem rekin eru á Hafnartorgi

Þorsteinn Briem, 4.10.2022 kl. 10:00

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þar sem nú er Hafnartorg var bílastæði og heljarinnar rampur, þannig að hægt var að aka upp á Tollhúsið og leggja átti hraðbraut í gegnum Grjótaþorpið. cool

"Grjótaþorpið var í niðurníðslu og Reykjavík með það á prjónunum að valta yfir þorpið, leggja hraðbraut í gegn og byggja fleiri Moggahallir."

Og Sjálfstæðisflokkurinn með Davíð Oddsson, þáverandi borgarstjóra í broddi fylkingar, lét árið 1985 rífa þar Fjalaköttinn, elsta uppistandandi kvikmyndahús í heiminum. cool

Fjalakötturinn

Torfusamtökin voru stofnuð á fjölmennum fundi í Sigtúni 1. desember 1972 í þeim tilgangi að knýja á um verndun Bernhöftstorfunnar, húsalengju ofan við Ingólfsbrekku, á milli Lækjargötu og Skólastrætis í miðborg Reykjavíkur.


Þá hafði í nokkur ár staðið til að rífa húsin til að rýma fyrir nýrri stjórnarráðsbyggingu." cool

Torfusamtökin

Í Gömlu höfninni í Reykjavík er langmestum botnfiskafla landað hér á Íslandi, ríflega 71 þúsund tonnum í fyrra, um 20 þúsund tonnum meira en í Grindavík, sem er þar í næsta sæti. cool


Landanir í íslenskum höfnum árið 2021

Nú er bílakjallari fyrir um eitt þúsund og tvö hundruð bifreiðar undir Hafnartorgi og neðanjarðar við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu.


Og þar sem nú er íbúðarhúsnæði, verslanir, hótel og nýtt húsnæði fyrir Landsbankann og utanríkisráðuneytið var stór vöruskemma og geymslusvæði sem Hafskip hafði til umráða fyrir margt löngu.

Gömlu húsin í Skuggahverfinu eru langflest enn á sínum stað, svo og gömlu húsin í Þingholtunum og Gamla vesturbænum. cool

Þar að auki hefur fjöldinn allur af gömlum húsum á þessu svæði verið gerður upp, til að mynda af Þorsteini Bergssyni í Minjavernd en við erum þremenningar.

Minjavernd

Og íbúðarhúsin á þessu svæði, póstnúmeri 101, þar sem ríflega 16 þúsund manns búa, eru með þeim dýrustu á landinu, bæði nýju húsin og þau gömlu.


Erlendum gjaldeyri er mokað á land í 101 Reykjavík, bæði í gömlu höfninni og fjölmörgum hótelum, gistiheimilum, veitingastöðum og verslunum. cool

Ferðaþjónustan er orðin stærsti atvinnuvegur landsins, bæði hvað snertir mannafla og gjaldeyrisöflun.

Og gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum hér á Íslandi eru um ein milljón króna að meðaltali af hverri fjögurra manna fjölskyldu.

Útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar rúmlega fimm hundruð milljarðar króna árið 2017 - Um þrefalt meira en útflutningsverðmæti sjávarafurða

"Störf í ferðaþjónustu og tengdum greinum eins og veitingarekstri eru yfir 22% allra starfa á Íslandi." cool


Ferðaþjónusturit Landsbankans - Mars 2015

Þorsteinn Briem, 4.10.2022 kl. 10:36

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þosteinn Breim - fyrirtæki eins og Herrahúsið sem hafði verið nokkra tugi ára fór frá Laugaveginum og í Ármúlann. Snirtistofa Ágústu fór frá 101 svæðinu í Faxafen og svo mætti telja fleiri verslanir.


Það að verslun sem hefur verið rekin í 60 ár við Laugaveginn sé nú að loka er merki um að það er eitthvað mikið að í skipulgasmálum við Laugaveginn.

Ætla ekki að minnast á þá vitleysu að setja Laugaveginn í tvær átti en kannski gott dæmi um að borgarstjórnarmeirihlutinn veit ekkert hvað hann er að gera.

Fólk fer í Cosco, Kringluna, Smáralind, Smáratorg o.frv. frekar en að fara niður á 101 svæðið sem er í dag í raun bara túristasvæði.

Óðinn Þórisson, 4.10.2022 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 888612

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband