Hversvegna er núna rétti tíminn til að leggja niður Viðreisn

ESB - Nei TakkAðlögun íslands að ESB er eina eða réttara sagt stóra mál Viðreisnar.

Hverjar eru líkunar á því að það verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB - aðlögunarinnar.

Höfum í huga að sá flokkur, Samfylkingin sem setti ESB - aðlögunarviðræðurnar á ís haustið 2012 hefur sagt að ESB sé ekki lengur stóra málið hjá flokknum.

Hvað merkir ESB aðlögrun fyrir okkar íslendinga ?

Við fengjum rétt hjá Viðreisn, sæti við borðið, hvað ca 7 sæti við nokkur hundruða manna borð stórríkja eins og Þýskalands og Frakklands og ljóst að okkar vægi við þetta borð væri nánast ekki neitt.

Til þess að hefja aftur aðlögunarviðræður íslands að ESB verður að vera skýr meirihluti bæði á alþingi og hjá þjóðinni.

ESB aðlögurn, að aðlaga lög og reglur íslands að ESB og framsal á valdi okkar yfir auðlyndum okkar til ESB og við verðum ekki lengur fullvalda og sjálfstæð þjóð sem tekur sjálf ákvarðanir um okkar mál.

Viðreisn hefur því í raun engan möguleika á því að þeirra stóra mál verði nokkur tíma að veruleika.

Þannig að besta niðurstaðan er í raun að leggja flokkinn niður á grundvelli þess að hann hefur í raun ekkkert raunvörulegt pólitískt erindi.
 
Áfram Ísland


mbl.is Virðast vilja hafa okkur öll í formalíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

 Þetta er vel rökstutt hjá þér. Vandinn er sá að Viðreisn gefur þingmönnununum þar störf og laun, og jafnvel þótt þau séu hætt að trúa sjálf því sem þau boða halda þau áfram. Samfylkingin sem var móðurflokkurinn sem blés þeim í brjóst ESB andanum er nú horfinn frá því og hefur uppskorið meiri vinsældir. Viðreisnarfólkið ætti að sjá sömu leið til að fá meiri áhrif og stækka sinn flokk. En hvað gerist í framtíðinni? Ef efnahagskreppan stækkar, í kjölfar kófsins og Úkraínustríðsins, hvernig kemst ESB útúr henni? Ekki er útilokað að vinsældir ESB aukist, ef þeim fer að ganga betur. Samt gæti það líka farið á hinn veginn að Evrópa lendi í meiri kreppu en önnur svæði.

Þýzkaland er veiklað eftir að missa rússneskt gas, og ESB er í lægð. Þau rök sem til dæmis hinn ágæti ESB-andstæðingur Gunnar Rögnvaldsson hefur notað eru alveg pottþétt og alltaf í gildi, að frjálshyggjan eykur afl þjóðanna, og hæfileg frjálshyggja, en svona jafnaðarstefna og kommúnismi eins og er í ESB dregur þróttinn úr fólki.

Ég spái því að ef ESB lendir í meiri hremmingum muni Viðreisn hverfa inní Sjálfstæðisflokkinn eftir nokkur ár, og Samfylkinguna.

En það má þó taka undir röksemdir þínar hér.

Ingólfur Sigurðsson, 12.2.2023 kl. 02:00

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingólfur - Viðreisn fékk 8,3 % atkvæða og 5 þingmenn í síðustu alþingskosningum. Viðreisn fékk í síðustu borgarstjórnarkosningu 5.2 % atkvæða og 1 borgarfulltrúa, töpuðu 1 borgarfulltrúa.

Í borgarstjórn sem og í landsmálum hefur Viðreisn fylgt Samfylkingunni eins og viðhengi og það er því líklegt að sem Samfylkingin hefur sett málið til hliðar að Viðreisn muni gefa þetta mál frá sér þar sem málið er í raun búið.

Það er mín skoðun að það er mjög ólíklegt að sá dagur komi að meirihluti íslendinga vilji framselja vald yfir okkar auðlyndum til ESB.


Óðinn Þórisson, 12.2.2023 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 417
  • Frá upphafi: 870431

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 301
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband