Sorgleg þróun á Íslandi gagnvart Ísrael

Það virðist vera sem svo að óvild í garð gyðinga sé á uppleið á Íslandi og það er eitthvað sem við Íslendignar verðum að skoða.

Það erum við Íslendingar sem eigum þetta land, hér eru íslenskar hefðir og siðir.

Því miður verð ég að taka undir gagnrýni þessa ísralelska tónlistarmanns.

Við  Íslendingar verðum bara að vera duglegri að tala gegn öfgahópum sem tali með hatur að leiðarljósi gegn ákveðnum þjóðfélagshópum.

Enn einu sinni Ísrael er í stíði við fjöldamorðingja hryðuverkasamtakanna Hamas og ég stend með Ísrael.


mbl.is Sakar íslensku þjóðina um gyðingahatur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er ekki gyðingahatur að fordæma stríðglæpi Ísraela og krefjast aðgerða til að stoppa þá af. 

Það að myrða 8,000 börn með köldu blói í vísvitandi fjöldamorðum á óbreyttum borgurum er ekki barátta gegn hryðjuverkum, það eru hyðjuverk. Það er engin vafi að grimmustu, hrottafengnustu og blóði drifnustu hryðjuverkasamtökin á svæðinu Palestína/Ísrael er ísraelki herinn. Glæpaverk hana síðan 7. okt. eru sexföld 9/11 en og heimsbyggðin og þá sérstaklega vesturlönd horfa bara á það án þess að gera nokkuð og yppa bara öxlum og segna að "ísrael hefur rétt á að verja sig". Hvernig geta vísvigtand fjöldamorð á saklausum óbreyttum borgurum þar með talið börnum verið "sjálfsvörn", 

En hver á sökina á átökum milli hernámsveldis og fórnarlamba hernámsins? 

Hanas og þeirra verk eru afleiðingin. Það er hernám Ísraela og ólöglegar og með öllu óréttlætanlegar landránsbyggðir þeirra sem eru orsökin. 

Það eru ekki Ísraelar sem eru að verja sig gegn hryjuverkamönnum. Það eru Palestínumann sem eru að gera það.

Sigurður M Grétarsson, 23.12.2023 kl. 14:18

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - þetta er alltaf spurning hvernig hatur er skilgreynt og þar leggur þú annan skilning í það en ég.

Þannig verðum við bara að vera sammála um að vera ósammála um hvað er hatur á ákveðnum þjóðfélagshóp.

Þegar hryðjuverk eru farmin eins og var 9.11.01 og 7.10.23 þá miðast öll viðbrögð við að bregðast við hryðjuverkunum.

Eins og ég hef komið hér inná áður, þá verðum við að gera grein á milli annarsegar hryðjuverkamanna sem eru eru að fremja fjöldamorð á almenningi og stríði eins og Ísrael er í við hryðjuverkasamtökin Hamas.

Það voru Palestínu - menn sem kusu Hamas til valda. 

Þetta stríð Ísraels við hryðjuverksamtökin Hamas og allar þær hörmungar sem þeim fylgja munu vara eins lengi og Hamas mun leifa þeim að gerast.

Óðinn Þórisson, 23.12.2023 kl. 17:20

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég er algerlega sammála þér Óðinn. Þegar stríð á sér stað eru það yfirleitt óbreyttir borgarar sem verða verst úti. Ísrael á í stríði við glæpasamtök af verstu gerð, samtök sem skýla sér bak við óbreytta borgara. Skattpeningar okkar sem sendir hafa verið til Gaza hafa farið í að byggja undirgöng og vopnvæða glæpasamtökin. Af hverju fá óbreyttir borgarar ekki leyfi til að skýla sér í neðanjarðarbyrgjum eins og glæpasamtökin??? Málið er að þessu glæpamönnum er alveg sama um óbreytta borgara og þeir nota fall þeirra sér í hag í áróðri sem heimspressan tekur fegins hendi og notar til að úthúða Ísrael. Skömm sé RÚV og öðrum slíkum fjölmiðlum.

Heilbrigðisyfirvöld í Filisteu (á Gaza) eru á valdi Hamas glæpasamtakana. Þessi yfirvöld gefa út tölur um fjölda fallina. Hversu áreiðanlegar ætli þær tölur séu. Ætli 8000 börn hafi verið hryðjuverkamenn???

Meðan glæpasamtök, eins og Hamas, fá að leika lausum hala er ekki von á friði, hvorki í miðausturlöndum eða á vesturlöndum, það mun alltaf vera ógn af þeim. Nú virðist ríkisstjórn Íslands með formann Sjálfstæðisflokksins sem utanríkisráðherra, ætla sér að flytja inn Filistea (Palestínumenn) frá Filisteu (Gaza), hversu margir Hamasliðar ætli séu í þeim hópi????? mér er spurn.

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.12.2023 kl. 20:38

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú ruglar saman gyðingum og Ísraelsríki. Fjölda gyðinga, sem meðal annars búa í Ísrael, en einnig víða um heim, hryllir við fjöldamorðum ísraelskra stjórnvalda á saklausu fólki. Gerir þú þér enga grein fyrir að þeir hafa nú slátrað þúsundum saklausra barna í þessum hefndarleiðangri fyrir árás sem þeir vissu sjálfir að var í undibúningi fyrir ári síðan, en kusu að reyna ekki að hindra. Það er miklu fremur hægt að kenna það við gyðingahatur að tengja þessi glæpaverk við alla gyðinga í heiminum.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.12.2023 kl. 21:43

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

Það er ekki gyðingahatur að vera á móti stríðsglæpum. Hvað Hamas varðar, leitið upprunans:

"That it’s sworn

Opens in a new tab to destroy Israel? That it’s a terrorist group, proscribed both by the United StatesOpens in a new tab and the European UnionOpens in a new tab? That it rules Gaza with an iron fistOpens in a new tab? That it’s killed hundreds of innocent Israelis with rocketOpens in a new tabmortarOpens in a new tab, and suicideOpens in a new tab attacks?

But did you also know that Hamas — which is an Arabic acronymOpens in a new tab for “Islamic Resistance Movement” — would probably not exist today were it not for the Jewish state? That the Israelis helped turn a bunch of fringe Palestinian Islamists in the late 1970s into one of the world’s most notorious militant groups? That Hamas is blowback?

This isn’t a conspiracy theory. Listen to former Israeli officials such as Brig. Gen. Yitzhak Segev, who was the Israeli military governor in Gaza in the early 1980s. Segev later toldOpens in a new tab a New York Times reporter that he had helped finance the Palestinian Islamist movement as a “counterweight” to the secularists and leftists of the Palestine Liberation Organization and the Fatah party, led by Yasser Arafat (who himself referredOpens in a new tab to Hamas as “a creature of Israel.”)"

https://theintercept.com/2018/02/19/hamas-israel-palestine-conflict/

Hörður Þórðarson, 23.12.2023 kl. 21:46

6 Smámynd: Hörður Þórðarson

Góð færsla. Þorsteinn S.

"Þú ruglar saman gyðingum og Ísraelsríki."

Þetta gera því miður mjög margir, gyðingum og öðru hugasandi fólki mjög til ama.

Hörður Þórðarson, 23.12.2023 kl. 21:49

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Tómas Ibsen - gott og málefnalegt innlegg og er ég sammála öllu sem kemur fram hjá þér.


Varðandi Bjarna Ben þá er hann með verkstjóra Kartínu Jakobsdóttur sem hefur alltaf verið hliðholl Palesínu-mönnum og þeirra baráttu þannig og Bjarni virðist vera dottinn þangað líka.

Hann hefur nú á sínum stutta tíma sem utanríkisráðherra gert tvö mjög alvarleg mistök, annarsvegar með skipan í stöðu Svanhildar sem sendiherra Íslands í BNA og hinsvegar þetta að ætla að fara að flytja inn fólk frá Gaza.

Annað sem hefur verið mjög áhugavert að fylgjst með í fréttafluttningi Rúv, er hvað fréttastofan hvað er hliðholl Palestínu og gefur þessu öfgahóp sem er að mótmæla mikið vægi.

Við Íslendingar ættum að fara setja spurningamerki við hvað fréttastofa Rúv sýnir mikið Palestínska fánann og gefur honum mikið vægi , langt yfir Íslenska fánann.

Það er mjög líklegt að þegar innflutningur Palesínu-manna hefst að alvöru til Íslands þá er ekki ólíkegt að Hamas liðar munu lauma sér með.

Óðinn Þórisson, 24.12.2023 kl. 08:20

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn - í stríði og stríð eru hræðileg og verða enn verri þegar almennur her er að berjast við hryðjuverkasamtök sem skíla sér bak við almenna borgara.

Ég ætla að leyfa þér halda  þínu fram varðandi hvað ég geri mér grein fyrir sem þú hefur litla eða enga hugmynd um og hvað þá að þú sért boðberi einhvers sannleika sem er fráleitur að Ísraelsher hafi vitað að hryðjuverksamtök myndu myrða 1400 gyðinga og staðið hjá og gert ekki neitt.

Hryðjuverksamtökin Hamas, sem Pelesínu-menn kusu til valda hafa skýrt markmið, að eyða Ísrael af yfirborði jarðar og drepa alla gyðinga í Ísrael.

Það er mjög gott að fá fram ath.semdir frá þeim sem styðja Palestínu-menn , ég hinsvegar ítreka stuðning minn við Ísrael og baráttu þeirra fyrir tilverurétti sínum.

Óðinn Þórisson, 24.12.2023 kl. 08:30

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hörður - " Hamas is an Islamist militant movement and one of the Palestinian territories’ two major political parties. It governs more than two million Palestinians in the Gaza Strip, but the group is best known for its armed resistance to Israel."

Vegna ath.semdar þinnar nr.6, þá er hún þér til minnkunnar og vart boðlegt , að tala niður til fólks eykur ekki þína virðingu , þvert á móti.

En ég hef alltaf hvaft það þannig að ég leyfi öllum ath.semdum að standa því ég er talsmaður lýðræðislegrar umræðu , þú færð ekki sama munað frá Múslimum nema að þú sért að boða ISLAM.

Óðinn Þórisson, 24.12.2023 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 313
  • Frá upphafi: 870020

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 217
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband